fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Alma leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. október 2024 12:43

Alma Möller

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í hádegi. Fundurinn var haldinn í Hafnarfirði.
Alma Möller, landslæknir, leiðir listann í Kraganum. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, og í fjórða sæti skipar Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari.
Heiðurssætið skipar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
„Ég þakka félögum mínum í flokknum fyrir traustið sem mér er sýnt og einnig hlýjar móttökur hér í kjördæminu. Það var virkilega góður andi á fundinum í Hafnarfirði í dag og kosningabaráttan hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi er svo sannarlega hafin. Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk
Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur.
Ég hlakka til kosningabaráttunnar sem er fram undan, það er mikill meðbyr með Samfylkingunni og nú gildir að harma járnið meðan það er heitt. Það gerum við með því að snúa bökum saman og halda áfram að sýna þjóðinni að við séum í stakk búin til þess að leiða næstu ríkisstjórn undir forystu okkar frábæra formanns, Kristrúnar Frostadóttur.“  Segir Alma Möller oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum.
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi:
  1. Alma Möller, landlæknir
  2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi
  3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður
  4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari
  5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður
  6. Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari
  7. Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt
  8. Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri
  9. Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur
  10. Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt
  11. Friðmey Jónsdóttir, sérfærðingur í æskulýðsmálum
  12. Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ
  13. Auður Brynjólfsson, stjórnmálafræðingur
  14. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur
  15. Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi
  16. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
  17. Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari
  18. Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi
  19. Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum
  20. Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi
  21. Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri
  22. Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar
  23. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur
  24. Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur
  25. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri
  26. Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður
  27. Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður
  28. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”