fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Eyjan
Föstudaginn 25. október 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir komandi kosningar er mikilvægt að vera vakandi þegar stjórnmálaflokkar velja oddvita sína, þar sem ákvarðanir um náttúruauðlindir og auðæfi landsins eru í húfi. Aðeins með stjórnarskrárákvæðum er hægt að koma í veg fyrir misnotkun auðlinda svo hægt sé að tryggja að arður þeirra renni í opinbera sjóði sem styðji við almannahagsmuni

Nú skiptir máli að velja af kostgæfni stjórnmálafólk sem hefur ástríðu fyrir landinu okkar og er tilbúið að verja það fyrir komandi kynslóðir. Fólk sem ekki hefur beinna hagsmuna að gæta. Lítum á.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið sér nýjan oddvita í Norðvesturkjördæmi, lyfsala á Akranesi og jafnframt formann Þróunarfélags Grundartanga.

Hér má heyra Steinunni Ólínu lesa okkur pistilinn:

Steinunn Ólina pistill 4 - 251024.mp4

play-rounded-fill play-rounded-outline play-sharp-fill play-sharp-outline
pause-sharp-outline pause-sharp-fill pause-rounded-outline pause-rounded-fill
00:00

Steinunn Ólina pistill 4 - 251024.mp4

Dómsvaldið sér um sína

Elkem, Veitur, CarbFix, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokks og áðurnefndur Norðvestur-oddviti skrifuðu árið 2021 undir viljayfirlýsingu um að vinna saman að gjörnýtingu á Grundartangasvæðinu.

Sú viljayfirlýsing hefur skilað samfélagi sínu meðal annars eftirfarandi:

Trjákurls-fjöllum sem Running Tide skildi eftir sig á Grundartanga, fjöllum sem verða víst brennd til að knýja málmblendi Elkem sem rekur þar kísilver og lagði íslenska ríkið í héraðsdómi fyrir skemmstu. Með úrskurðinum lækkuðu skattskil Elkem um ríflega átta hundruð milljónir.

Lítt megum við okkar gegn Elkem sem skapar reyndar aðeins um 170 störf í landinu. Munum að dómskerfið er þéttskipað Sjálfstæðisfólki.

Grýla gerist barnamálaráðherra

Við skulum heldur ekki gleyma að í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar situr nú fyrrum stóriðjuforstjóri PCC BakkiSilicon, framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland.

VG og XD þóttu sá maður hæfastur til að fara fyrir þeirri stofnun sem fer með stjórnsýslu og eftirlit sem og önnur verkefni á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar.

Stjórnarflokkarnir hefðu rétt eins geta talið Grýlu heppilegasta í embætti barnamálaráðherra.

Fagurt er fiskeldið …

Nú er áformað að reisa landeldisstöð á Katanesi, austan við verksmiðju Norðuráls á Grundartanga. Þar er nýtt félag á ferðinni, Aurora fiskeldi ehf. með norska og íslenska fjárfesta þar sem framleiða á fjórtán þúsund tonn af laxi árlega. Aurora fiskeldi eiga þeir sem áður áttu Laxar Fiskeldi, sem er í eigu Kaldvíkur, þar sem enginn annar en nýr Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er aðstoðarforstjóri!

… er firðir fúlna

Kaldvík er kauphallarskráð fiskeldisfélag fyrst í Noregi og nú á Íslandi og er eina eldisfyrirtækið á Austfjörðum með eldi á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Berufirði auk leyfis til að ala ófrjóan lax á Stöðvarfirði. Félagið hefur sótt um leyfi til að ala allt að 10 þúsund tonn á Seyðisfirði, þar af 6.500 tonn af frjóum laxi. Seyðfirðingar í miklum meirihluta hafa mótmælt því harðlega eða um 75% íbúa.

Innan Kaldvíkur eru fiskeldisfélögin Ice Fish Farm/Fiskeldi Austfjarða, Laxar Fiskeldi, fiskvinnsla Búlandstinds á Djúpavogi auk seiðaeldisstöðva við Kópasker, Kelduhverfi og Þorlákshöfn. Aðeins 200 starfsmenn eru í vinnu hjá Kaldvík.

Nýlega var tilkynnt um að níu störf væru orðin til á Djúpavogi við fóðrun í fiskeldi á Austfjörðum sum sé frá árinu 2020 hefur fjölgað um eina vakt, eða tvo starfsmenn hjá Kaldvík, á hverju ári. Rífandi atvinnutækifæri!

Valinn maður í hverju rúmi

Það má dást að því hversu haganlega Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið í oddvitasæti í Norðaustur og Norðvestur þeim mönnum sem ekki þarf stærðfræðing til að skilja hvert hlutverk er. Einfaldlega að greiða götu sérhagsmuna.

Verði Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri ríkisstjórn að loknum kosningum munu fyrirsjáanlega draumar heimamanna í Norðaustur og Norðvestur um græna velsæld að engu verða. Ábatadraumar fárra um einhæfa og mengandi starfsemi fjarða á milli munu hins vegar rætast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt og alla.

Fáir munu brosa við bjöllum kauphallarinnar þegar auðæfi sem með réttu ættu að vera landsmanna renna lóðbeint í vasa norskra auðkýfinga og íslenskra skósveina þeirra.

#SaveIceland #BjörgumÍslandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
30.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennar
29.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
22.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
21.11.2024

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Hide picture