fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Sanna Magdalena: Sósíalistaflokkurinn er lýðræðisflokkur – Sjálfstæðisflokkurinn er byltingarflokkur

Eyjan
Föstudaginn 25. október 2024 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innkalla á allan kvóta á Íslandi og móta stefnu í sjávarútvegsmálum til framtíðar. Sú stefnumótun á að vera í höndum þeirra sem koma að sjávarútvegi og almennings í landinu. Sósíalistaflokkurinn er lýðræðisflokkur sem vill færa hlutina til betra horfs en er í dag. Það er ekki róttækt að vilja að allir hafi þak yfir höfuðið og hafi efni á mat út allan mánuðinn. Það er ekki róttækt að vilja samfélag þar sem fólk þjáist ekki af afkomukvíða og afkomuótta. Nær væri að tala um að málflutningur Sjálfstæðisflokksins um að stjórnvöld eigi að vinna fyrir hagsmuni þeirra fáu og ríku sem byltingu. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify. 

 

Orðræðan frá ykkur hefur verið dálítið byltingarkennd stundum. Eruð þið lýðræðisflokkur eða eruð þið byltingarflokkur?

„Ég myndi segja lýðræðisflokkur. Það er oft talað um að sósíalistar séu eitthvað rosalega róttækir en í rauninni erum við að tala um að færa hlutina í betra horf og líta til þess hvernig hlutirnir voru á síðustu áratugum þegar Ísland einkenndist af meiri félagshyggju og ég myndi einmitt ekki segja að það sé róttækt að við getum öll haft heimili, ég myndi ekki segja að það sé róttækt að við getum öll borðað út mánuðinn og ég myndi ekki segja að það sé róttækt að við viljum þannig samfélag þar sem manneskjur geta um frjálst höfuð strokið og lifi ekki í afkomukvíða og afkomuótta,“ segir Sanna Magdalena.

Hún segir málið snúast um að það eigi að vera gott að búa í þessu samfélagi og að við höfum öll grunnþarfir sem þurfi að uppfylla.

Þannig að byltingin er ekki markmið heldur breyting?

„Má ekki í rauninni segja að það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að setja fram sé ákveðin bylting? Að trúa því að stjórnvöld eigi að vara að vinna fyrir hagsmuni hinna fáu, þeirra ríku, og einhvern veginn að sníða stefnumótun og skattalagabreytingar og slíkt að þeim, ég myndi segja að það sé róttækni sem sé ekki góð.“

Aðspurð segir Sanna Magdalena að Sósíalistaflokkurinn sé á móti kvótakerfinu eins og það er. „Það hvernig kvótanum er úthlutað hefur leitt til þess að þetta er í höndum fárra auðhringja. Við segjum að það þarf að taka þetta til baka og almenningur á að móta stefnuna um það hvernig þetta eigi að vera. Sjómenn og fólk sem starfar í þessum geira þarf að fá að koma þar að borðinu. Við höfum talað um fiskiþing, þannig að það sé hægt að setjast niður og móta stefnuna til lengri tíma og að það sé í höndum almennings og fólksins í þessum geira að ákveða hvernig þetta eigi að vera því að þetta er náttúrlega mjög óréttlátt núna og hefur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir byggðir landsins.“

Hún segir nauðsynlegt að kerfið verði réttlátara. „Það fyrsta er að innkalla kvótann og að almenningur fái að móta þessa stefnu.“

Viltu þjóðnýta útgerðina?

„Ég myndi segja að fyrsta skrefið sé að innkalla allan kvóta, eins og stendur í stefnunni okkar, það er fyrsta skrefið. Þegar kerfið var tekið upp var einmitt talað um að kerfið ætti að vernda þessar auðlindir. Þetta þarf auðvitað líka að skoða í samhengi við það. en ég myndi segja að fyrsta skrefið sé að kerfið í núverandi mynd sé afnumið og allur kvóti sé innkallaður og að það þurfi síðan að móta framtíðarstefnu með almenningi og þeim sem eru í þessu og það sé þeirra að segja hvernig þau vilja hafa þetta.“

Hún segir alveg mögulegt að hafa ólíka stefnu eftir mismunandi svæðum. Ekki eigi að koma einhver ein lína ofan frá, það sé fólksins sjálfs að segja til um hvernig unnið verði með þessar auðlindir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK