fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Jón Gunnarsson kyssir vöndinn – þiggur miskabætur og fær að bægslast um í matvælaráðuneytinu

Eyjan
Föstudaginn 25. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði Jóni Gunnarssyni, alþingismanni, eftir 17 ára feril á þingi í uppstillingu lista flokksins í liðinni viku. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði á flótta úr fyrra kjördæmi sínu, Norðvestur, vegna þess að bakland hennar þar var horfið enda hefur hún átt heima í Kópavogi síðustu 10 ár. Hún bar sigurorð af Jóni sem vildi ekki gefa sæti sitt eftir í Suðvesturkjördæmi þar sem hann hefur þjónað flokknum alla tíð.

Þórdís „ruddist“ inn í sæti Jóns en hafa má í huga að hún er varaformaður flokksins og því í mun betri stöðu en óbreyttur þingmaður þegar kom að uppgjöri vegna niðurröðunar á list um síðustu helgi. Jón naut þó stuðnings 40 prósenta í kjördæmaráðinu. Það sýnir tvennt. Í fyrsta lagi að Jón á sína fylgjendur þótt hann sé kominn á síðasta snúning sem stjórnmálamaður, tæplega sjötugur. Það sýnir einnig að ekki er rífandi stemning með varaformanninn.

Orðið á götunni er að þegar Jóni Gunnarssyni var hafnað á fundinum hafi hann gengið á dyr og engum dulist að þungt var í honum. Jón ofmat stöðu sína og lék af sér. Vitanlega átti hann að víkja úr öðru sæti fyrir varaformanni flokksins og taka þriðja sætið sem gæti náðst í kjördæminu ef vel gengur í kosningabaráttunni.

Orðið á götunni var að hann myndi mögulega nota fýlukast sitt til þess að ganga í Miðflokkinn og leiða lista flokksins í kjördæminu. Talið er að honum hafi staðið það til boða. Forysta Sjálfstæðisflokksins óttaðist mest að Jón gengi í Miðflokkinn og sæktist eftir stöðu þar. Þeir hefðu getað sleppt því vegna þess að Sjálfstæðisflokkstaugin í Jóni er römm.

Í kjölfar þessa gengu gamlir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins til þeirra verka að hugga Jón Gunnarsson og selja Bjarna Benediktssyni að hann yrði að freista hans með „miskabótum“ sem kynnu að duga til að hann tæki sæti á listanum þrátt fyrir sárindin, vonbrigðin og fýluna.

Orðið á götunni er að nú brosi Jón Gunnarsson gegnum tárin. Bjarni hefur leyft honum að fara með mjög takmörkuðu umboði til nokkurra vikna starfa inn í matvælaráðuneytið til þess að ólmast í hvalveiðimálum fyrir vin sinn Kristján Loftsson í Hval. Jón og Kristján Loftsson eru óaðskiljanlegir sálufélagar.

Jón verður að sönnu alls valdalaus þar en hann getur nú ólmast þar innan veggja og heimtað að ráðuneytið undirbúi leyfi til hvaladráps eftir að þessi ríkisstjórn hefur hrökklast endanlega frá. Víst er að Jón hefur sótt þetta fast gagnvart formanni Sjálfstæðisflokksins sem sveik hann eftir 17 ára samleið og órofa tryggð Jóns í valinu á lista um síðustu helgi.

Jón Gunnarsson situr nú í fimmta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi sem er fullkomlega vonlaust sæti. Hann tók ekki sætið nema fyrir mikilvægar miskabætur.

Með því að skipa Jón sem aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar inn í matvælaráðuneytið í fáar vikur læðast mikil ónot að þeim sem aðhyllast dýravelferð enda er Jón annálaður „hvaladrápari“, veiðimaður og málvinur Kristjáns Loftssonar og mun ganga erinda hans þær fáu vikur sem hann fær til að bægslast um í ráðuneytinu.

Orðið á götunni er að þessi vandræðagangur varðandi Jón Gunnarsson og Sjálfstæðisflokkinn gæti afstýrt pólitískum dauðdaga Svandísar Svavarsdóttur og VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð