fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Gunnar Smári segir atkvæðaþröskuldinn í alþingiskosningum of háan

Eyjan
Föstudaginn 25. október 2024 13:30

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og einn af forvígismönnum Sósíalistaflokksins fjallar um það hlutfall atkvæða sem flokkar á Íslandi þurfa til að komast inn á þing í nýrri Facebook-færslu. Hann telur bersýnilega þann þröskuld vera of háann og segir að gömlu flokkarnir hafi sett þessi ákvæði í lög til að verjast nýjum flokkum.

Gunnar Smári segir að atkvæðahlutfall flokksins í síðustu alþingiskosningum hefði dugað til að ná á þing á öllum Norðurlöndunum og einnig í Færeyjum og  á Grænlandi. Flokkurinn fékk 4,1 prósent atkvæða í kosningunum 2021.

Samkvæmt kosningalögum þarf að fá að minnsta kosti 5 prósent atkvæða á landsvísu til að fá jöfnunarsæti á Alþingi. Flokkur sem nær því ekki getur hins vegar fengið kjördæmakjörinn þingmann fái hann nægilega mikið fylgi til þess í tilteknu kjördæmi, þá meira en á landsvísu.

Mismunandi reglur nágrananna

Þegar kemur að slíkum þröskuldum á Norðurlöndunum þá þarf 4 prósent atkvæða á landsvísu í Noregi til að fá jöfnunarsæti á þingi. Það gerðist hins vegar í síðustu þingkosningum að flokkur fékk 0,17 prósent atkvæða á landsvísu en 12,7 prósent í eina kjördæminu þar sem hann bauð fram og það dugði til að hljóta þingsæti.

Í Svíþjóð þarf flokkur að fá 4 prósent atkvæða á landsvísu til að komast inn á þing eða tólf prósent í tilteknu kjördæmi.

Í Danmörku þarf flokkur að fá í minnsta lagi 2 prósent á landsvísu til að fá jöfunarsæti eða nægilegt fylgi í tilteknu kjördæmi til að fá kjördæmakjörinn þingmann.

Í Finnlandi er ekkert lágmarks hlutfall atkvæða á landsvísu sem flokkar þurfa að ná til að fá þingsæti. Það dugir að fá nægilegt fylgi í tilteknu kjördæmi, samkæmt hinni svokölluðu D´Hondt reiknireglu sem notuð er í þingkosingum víða um heim og verður ekki útskýrð nánar hér.

Í kosningum til færeyska lögþingsins er allt landið eitt kjördæmi og þarf hver flokkur að ná að lágmarki 3,03 prósent atkvæða til að fá þingsæti. Það er 1/33 hluti atkvæða en þingmenn eru alls 33.

Sams konar reglur eru á Grænlandi og í Færeyjum. Grænland er eitt kjördæmi, þingmenn eru 31 og flokkar þurfa 1/31 hluta atkvæða til að fá þingsæti, 3,22 prósent.

Hefði dugað

Það er því laukrétt hjá Gunnari Smára að hefði hinn íslenski sósíalistaflokkur fengið 4,1 prósent á landsvísu í þingkosningum í öllum þessum nágrannalöndum Íslands hefði það dugað honum til að komast á þing. Það er þó vafamál hvort það gildir um Finnland en það fer eins og áður segir eftir fylgi í einstökum kjördæmum.

Gunnar Smári segir ljóst að 5 prósent krafan í íslensku kosningalögunum séu samantekin ráð gömlu flokkanna til að leggja stein í götu nýrra flokka eins og Sósíalistaflokksins:

„Kosningalögin sem gömlu flokkarnir settu til að vernda sig fyrir nýjum framboðum (lesist: nútímanum) svipti 8.181 kjósendur sínum þingmönnum. Nú stefnir Sósíalistaflokkurinn á þing, þarf aðeins að bæta við sig 1800 atkvæðum til að svo verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”