Ástæðan fyrir þessari „þögn“ forsetans fyrrverandi var að tæknileg mistök áttu sér stað. Hljóðið fór af þegar Trump ætlaði að fara að ræða um tolla en áður en hann náði svo mikið sem að segja „fallegasta orðið í orðabókinni“ fór hljóðið af.
Mirror segir að Trump hafi virst ráðvilltur þegar hann gat ekki komið neinum skilaboðum til fundargesta og hafi hann snúið baki í áhorfendur og greinilega verið pirraður.
En áhorfendur reyndu að gleðja Trump með því að kyrja „USA“ og „We love Trump“.
Þetta var í annað sinn í vikunni sem vandræði komu upp á kosningafundi Trump. Á mánudeginum varð að gera hlé á kosningafundi hans þegar nokkrir fundargestir þurftu skyndilega á læknisaðstoð að halda. Tónlist var þá leikinn og Trump gat ekki talað við fundargesti á meðan.