fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Skiptar skoðanir um viðtal Stefáns Einars við Sönnu – „Á hvaða fíkniefnum ert þú maður?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 10:00

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands í komandi þingkosningum, sat fyrir svörum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í þættinum Spursmál í gær.

Auk Sönnu mættu Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti á lista Miðflokks­ins í Reykja­vík, og Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, sem að öllu óbreyttu mun skipa annað sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Skiptar skoðanir um framkomu Stefáns Einars gagnvart Sönnu

Skiptar skoðanir eru um þáttinn og framkomu Stefáns Einars gagnvart Sönnu. Sjálf segir hún um þáttinn:

„Ég lenti í hakkavélinni hjá Stefáni Einari í Spursmálum og mér varð strax ljóst að þetta yrði frekar aggresíft þar sem það átti að athuga með alfræðiþekkingu mína á breytingar á skattalögum undanfarna áratugi. Set að sjálfsögðu þá kröfu á mig að ég þekki framvindu þessara mála sem hafa átt sér stað en í þessum kringumstæðum var erfitt að koma því á framfæri og kem ég því til skila hér:
Skattar sem voru lækkaðir á fjármagn og fyrirtæki á nýfrjálshyggjuárunum (á sama tíma og skattar á almennt launafólk voru hækkaðir):
Aðstöðugjald afnumið (sem var einskonar útsvar á fyrirtæki sem rann til sveitarfélaga)
Eignaskattar afnumdir
Tekjuskattar fyrirtækja lækkaðir
Fjármagnstekjuskattur lækkaður (fjármagnstekjur áður skattlagðar eins og launatekjur)
Efsta þrep erfðafjárskatts lækkað
Á sama tíma var:
Útsvar hækkað Persónuafsláttur lækkaður (fylgir ekki verðlagi)
Virðisaukaskattur hækkaður
Tryggingagjald hækkað (sem er í raun skattur á launafólk)
Lífeyrisiðgjöld hækkuð (niðurgreiðsla á eftirlaunum frá TR)
Með þessu var skattbyrði flutt frá hinum ríku, fjármagnseigendum og stærstu eigendum fyrirtækja, til almennings. Árið 1990 voru lágmarkslaun, elli- og örorkulífeyrir skattfrjáls.
Nú greiðir lágtekjufólk mörg þúsund krónur á mánuði, fólk sem á varla fyrir mat. Tekjuskattur fyrirtækja og fjármagnstekjuskattur eru lægstir á Íslandi á Norðurlöndunum.
Það er helsta ástæða fyrir vanfjármögnun grunnkerfa og innviða. Það hefur verið stefna stjórnvalda síðustu 35 árin að styrkja hin ríku frekar en byggja upp samfélagið.“

Segir Stefán Einar vesaling

Karlmaður einn kallar Stefán Einar vesaling og bendir Sönnu á að Stefán Einar hafi mætt í þáttinn Skemmtilegri leiðin heim á K100 „og gortir af því að hafa nú aldeilis látið Sönnu svitna, hlær eins og fífl og sama gera þáttastjórnendur og eru bara ansi stolt af honum.“ Stefán Einar svarar þessum karlmanni einfaldlega með orðunum: „Er ekki erfitt að vera svona leiðinlegur?“

Stefán Einar segir samtalið hispurslaust og hressandi

Sjálfur er Stefán Einar hæstánægður með þáttinn ef marka má færslu hans, þar sem hann segir samtal þeirra Sönnu hafa verið hispurslaust og hressandi.

„Í dag mætti Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalista til mín í Spursmál og við áttum hispurslaust og hressandi samtal um stefnu flokksins sem hún leiðir nú í fyrsta sinn á sviði landsmálanna.
Pólitík er skemmtileg og það er mikilvægt að tekist sé á um hugmyndir. Eins skiptir gríðarlegu máli að við fjölmiðlamenn látum stjórnmálamönnum það ekki eftir að stýra umræðunni og athygli kjósenda. Á vettvangi Spursmála eru flóknar þrautir lagðar fyrir fólk sem vill stýra landinu, setja okkur almenningi lög, og móta stefnu sem getur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar og framtíð.
Flott hjá Sönnu að stíga fyrst á stokk. Á föstudag er það svo leiðtogi Pírata í Reykjavík, nýkjörinn, Lenya Rún. Hún hefur staðfest komu sína og síðan koma þeir leiðtogarnir koll af kolli.“

Í athugasemdum við færslu Stefáns Einars eru menn ánægðir með framkomu hans í þættinum.

„Ég hlustaði en fannst hún algjörlega úti á túni og hefði betur varið mínum tíma í að hlusta á inniskóna mína.“

„Algjörlega til háborinnar fyrirmyndar Stefán Einar að keyra alvöru kosningaumfjöllun í gang með þessum hætti og skilja RÚV eftir í rykinu.“

„Ég seivaði þáttinn og ætla að hlusta á hann aftur meðan aðrir horfa á áramótaskaupið.“

Stjórnarmaður Eflingar segir hegðun Stefáns Einars hafa verið niðurlægjandi

Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, segir tvennt hafa slegið sig þegar hann horfði á þáttinn.

„Í fyrsta lagi niðurlægjandi hegðun Stefáns. Mjög ófagmannlegur og sýnir skýra hlutdrægni sína í að hugsa eins og auðstéttin. Líkamsstaða hans, tónn hans og stöðug truflun hans var ótrúlega ósmekkleg frá einhverjum sem fæddist inn í forréttindafjölskyldu, sem hefur aðeins gegnt há launuðum störfum sem krefjast ekki líkamlegrar vinnu. Hann situr andspænis einhverjum sem ólst upp við fátækt, sem er fulltrúi gleymda hluta íslensks samfélags, og hagar sér eins og barnalegur frekja. Ósmekklegt.“

Sæþór segir hitt atriðið vera hversu villandi málflutningur Stefáns Einars var.

„Það er til eitthvað sem heitir „jaðar gagnsemi“ sem þýðir að einstæð móðir tapar tíu þúsund krónum þýðir að hún sleppir máltíðum. Það verður ekki tekið eftir auðmanni sem tapar tíu þúsund. Auðvitað borga þeir hærri skatta samtals, en sem hluti af nauðsynlegum tekjum þeirra borga þeir miklu minna en verkalýðurinn. Þeir nota líka mun fleiri opinberar veitur. Á mínu heimili eru aðeins 4 manns sem nota vegi, bankakerfi og heilbrigðisþjónustu. Eigandi Byko og Hótel þarf á þúsundum starfsmanna að halda til að geta komist til vinnu á mokuðum vegum, þeir þurfa stöðugt bankakerfi og heilbrigðiskerfi sem heldur þessum þúsundum starfsmanna heilbrigðum.
Auk þess, þar sem auðmenn hafa í raun ekki vinnu, geta þeir notað stolið auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmál og veitt áhrifamiklu fólki sem hugsar eins og þeir og mun hjálpa til við að halda ósanngjarnri stjórn þeirra á samfélaginu. Menn eins og Stefán Einar Stefánsson.“

Stefán Einar er allt annað en sáttur með orð Sæþórs og svarar honum fullum hálsi:

„Á hvaða fíkniefnum ert þú maður? Ruglið á sér engin takmörk. hefur þú aldrei séð alvöru fjölmiðla að störfum erlendis? Sennilega ekki. Auðvitað viltu bara njóta þess að aular á ríkismiðlum smjatti á því sem engu skiptir. Þar ættir þú vel heima. Hvet þig til að sækja um. Sanna mætti bara til leiks, svaraði fyrir sínar hugsjónir og ég lét hana hafa fyrir því. Hún stóð sig bara vel. Svo er það kjósenda að leggja mat á flokka og fólk. En þrugl í aulabárðum hefur þar engin áhrif. Nákvæmlega engin.“

Þeir sem vilja mynda sér eigin skoðun á samtali þeirra Stefáns Einars og Sönnu geta horft á viðtalið í heild sinni hér, sem hefst á mínútu 38.10.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?