fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Eyjan

Brynjar tjáir sig um umdeildasta viðtalið þessa stundina – „Ekki er allt sem sýnist í stjórnmálum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal Spursmála við leiðtoga Sósíalistaflokks Íslands, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, hefur vakið mikla athygli.

Sjálf lýsti Sanna því svo eftir þáttinn að hún hefði lent í „hakkavélinni hjá Stefáni Einari“ á meðan Stefán sagði sjálfur að það væri mikilvægt að leyfa ekki stjórnmálamönnum að stýra umræðunni og athygli kjósenda.

Sjá meira: Skiptar skoðanir um viðtal Stefáns Einars við Sönnu – „Á hvaða fíkniefnum ert þú maður?“

Sumum þótti Stefán Einar hafa gengið óþarflega hart fram gegn Sönnu en öðrum þótti þó framganga Sönnu öllu verri. Einn þeirra síðarnefndu er uppgjafaþingmaðurinn og samfélagsrýnirinn Brynjar Níelsson sem segir Sönnu hafa opinbera í viðtalinu „afar ógeðfelldar og öfgakenndar skoðanir“.

Hann skrifar á Facebook:

„Ekki er allt sem sýnist í stjórnmálum. Hinn geðþekki oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík reyndist hafa afar ógeðfelldar og öfgakenndar skoðanir við nánari skoðun í Spursmálum. Mestu alræðissinnar og harðstjórar sögunnar hefðu verið full sæmdir af þessum viðhorfum. Oddvitinn hefur gefið þá skýringu á pólitísku viðhorfi sínu að hún hefði alist upp við fátækt. Brýnt er að einhver taki að sér að kenna henni stjórnmála- og efnahagssögu síðustu aldar ef hún heldur að þessi pólitíska hugmyndafræði dragi úr fátækt. Líklegt má telja að oddvitinn hafi tryggt Vg inn á þing með þessu viðtali.“

Eiginkonan hættir ekki að hlæja

Brynjar benti þó á að hann sjálfur væri víst sekur um að draga upp óraunhæfa mynd af sjálfum sér, í ljósi þess að lesendur DV kusu hann skemmtilegasta stjórnmálamanninn, og það með nokkrum yfirburðum.

„En oddviti Sósíalistaflokksins er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem nær að draga óraunsæja mynda af veruleikanum og sjálfum sér. Soffía er enn i hláturskasti eftir að hafa lesið frétt um skemmtilegasta stjórnmálamanninn samkvæmt skoðanakönnun á dv.is. Hún veit að stjórnmálamenn geta blekkt almenning en telur að þetta hljóti að vera heimsmet.“

Brynjar hlaut 32,2 prósent atkvæða og sigraði næstskemmtilegasta þingmanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, með töluverðum yfirburðum, en Sigmundur hlaut 21,3 prósent atkvæða.

Sjá einnig: Þetta er skemmtilegasti stjórnmálamaður Íslands að mati lesenda DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Eyjan
Í gær

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“
Eyjan
Í gær

Vandræðaleg uppákoma á kosningafundi Trump – Stóð þögull á sviðinu í 20 mínútur

Vandræðaleg uppákoma á kosningafundi Trump – Stóð þögull á sviðinu í 20 mínútur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólöf til liðs við Athygli

Ólöf til liðs við Athygli
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir um viðtal Stefáns Einars við Sönnu – „Á hvaða fíkniefnum ert þú maður?“

Skiptar skoðanir um viðtal Stefáns Einars við Sönnu – „Á hvaða fíkniefnum ert þú maður?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Stutt í ásakanir um rasisma ef fólk bendir á staðreyndir varðandi ástandið á landamærunum

Jakob Frímann: Stutt í ásakanir um rasisma ef fólk bendir á staðreyndir varðandi ástandið á landamærunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón tekur sæti Jakobs Frímanns á lista Flokks fólksins

Sigurjón tekur sæti Jakobs Frímanns á lista Flokks fólksins