fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Jakob Frímann: Stutt í ásakanir um rasisma ef fólk bendir á staðreyndir varðandi ástandið á landamærunum

Eyjan
Þriðjudaginn 22. október 2024 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á ekki að þurfa að vera af auðugu foreldri til að geta lifað hér með reisn. Skilaboð Flokks fólksins eru skýr og einföld. Þak yfir höfuðið í þessu kalda landi, lækka matarverð og aðrar nauðsynjar séu ekki óheyrilega dýrar eins og nú er. Fólk á hættu að vera vænt um rasisma ef það leggur til að komið sé skikki á galskapinn við landamærin. Það hafa hins vegar flokkur fólksins og Miðflokkurinn gert á undan öðrum. Jakob Frímann Magnússon, þingmaður flokks fólksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Það eru bara mjög einföld og skýr skilaboð sem virðist vera að vaxa fiskur um hrygg í skoðanakönnunum. Við vorum t.d. fyrir norðan núna um síðustu helgi með nýjustu Gallup könnun upp á 9,5 prósent í því kjördæmi, Norðaustur. Það er mjög sterkt vegna þess að 2021 þá var enginn þingmaður þegar ég kom þar inn og náði með stuttum fyrirvara að taka flokkinn úr tæpum fjórum prósentum upp í 8,6 og nú er hann kominn í 9,5 og alltaf þegar Flokkur fólksins er annars vegar þá bætast við tvö og hálft til þrjú prósent úr könnunum yfir í það sem kemur upp úr kjörkössum,“ segir Jakob Frímann.

Hann segir ástæðuna fyrir þessu m.a. vera þá að eldra fólk og markhópurinn sé ekki almenn spurður eða taki þátt í þessum netkönnunum. Hann telur að Flokkur fólksins komi sterkur út úr þessum kosningum sem og Miðflokkurinn. Hann telur samt að Miðflokkurinn komi mögulega ekki eins sterkur út og kannanir gefa nú til kynna, enda fari flokkurinn nú með himinskautum.

„En, sum sé, það er verið að tala þar mjög skýrt í tilteknum málaflokkum og Sigmundur Davíð var fyrstur þangað, ásamt Ingu Sæland, um hvað þyrfti að gera til þess að koma skikki á galskapinn við landamærin.“

Jakob segir þann málaflokk vera viðkvæman. „Það er stutt í það að þú fáir á þig einhvern rasistastimpil ef þú talar um það að í þriggja herbergja íbúð rúmist bara svo og svo margir í áramótapartíinu og ef öllum er boðið þá endar með brotnum rúðum og skelfingu og menn detta fram af svölunum. Við erum sem sagt þar og við náum ekki að þjónusta okkar eigið fólk né fólkið sem er komið hingað til að starfa eða leita hælis. Þetta er allt bara sprungið, þetta er uppselt, eins og Inga Sæland kallar það, en við erum fyrst og fremst bara að hlaupa eins hratt og við getum til þess að geta tryggt vegi og brýr, byggt húsnæði, og þar er eitraður harmleikur búinn að vera í gangi allt of lengi – að afgreiða ekki lóðir eins og beðið er um!“

Hann segir skika af landi þurfa að verða ofboðslega dýra. „Það er út af þessu sem við ræddum áðan; sveitarfélögin eru svelt og þau þurfa að setja einhvern voðalega prísmiða á hverja lóð sem er afgreidd og svo var lætt inn innviðagjöldum sem voru nýmæli til að rétta af sérstaklega hinn tæpt standandi borgarsjóð.“

Jakob segir húsnæði, þak yfir höfuðið, vera nauðsyn hér á okkar kalda landi. Einnig megi matarkarfan ekki vera jafn óheyrilega dýr og raun ber vitni. Aðrar nauðsynjar sömuleiðis. fólk eigi ekki að þurfa að vera af auðugum foreldrum til að geta lifað hér með reisn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?