Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, verður ekki í oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar.
RÚV greindi fyrst frá.
Jakob Frímann var kjörinn á þing í Norðausturkjördæmi árið 2021 en flokkurinn fékk þar 8,6 prósent.
Inga Sæland greindi frá þessu í dag en ekki hvers vegna ákveðið var að skipta Jakobi Frímanni út. Tómas Tómasson missir einnig oddvitastöðu sína en í staðinn fyrir hann kemur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ekki hefur verið greint frá því hver mun leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi.