fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Jakob Frímann: Liðin tíð að einn flokkur fái 30-40 prósenta fylgi

Eyjan
Mánudaginn 21. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlegt ástand fólks, barna, unglinga og þeirra sem eldri eru, er slíkt að alls staðar eru biðlistar hjá barnasálfræðingum og öðrum sálfræðingum. Þetta helst í hendur við það efnahagsástandið og stöðu heimilanna. Ekki má kenna ferðaþjónustunni einni um það sem aflaga hefur farið, segir Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins. Hann segir efnahagsmálin vera í forgrunni og algert forgangsmál sé að rétta hag þeirra sem höllum fæti standa. Hann segir að aldrei aftur verði einn flokkur með 30-40 prósenta fylgi. Jakob Frímann er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

„Þetta er auðvitað dálítið skrítin staða núna. Gamli fjórflokkurinn, þetta voru ansi stórir staflar af atkvæðum sem skiptust á milli þeirra. Nú eru flokkarnir átta og stefnir í tíu,“ segir Jakob Frímann.

Hann segir þá tíð liðna að einn flokkur fái á bilinu 30-40 prósent. „Þá er þetta bara spurning um lagni og lempni þeirra sem leiða flokkana að geta sammælst um lykilatriðin. Svo við komum nú aftur að því sem þú spurðir um í upphafi, það er að koma skikk á efnahag almennings í landinu og láta ekki þá blæða sem eru gjörsamlega saklausir af því að hafa skapað hér mikla velgengni í einum geira. Ég vara við því líka að fara að hengja ábyrgðina af öllu því sem aflaga hefur farið á þá sem starfa við ferðaþjónustuna, en við urðum skyndilega uppgötvuð og við skulum þakka fyrir að það skuli ekki hafa orðið hraðari og meiri uppgötvun.“

Jakob Frímann bendir á nágrannalöndin, Þjóðverja sem fái 80 milljón ferðamenn á ári og Breta sem fái 60 milljónir. Við séum þó bara með tvær og hálfa núna, sennilega ívið fleiri ef skemmtiferðaskipin séu talin með.

„Þetta ætti að vera svona lúxusvandamál að glíma við – að vera svona ofboðslega vinsæl og eftirsótt – en afleiðingarnar eru sum sé þessar. Millistéttin í landinu er í kröggum og allt þar fyrir neðan auðvitað. Fátæka fólkið sem hefur aldrei náð vopnum sínum efnahagslega, eða missti kannski íbúðina sína í hruninu, eða hefur bara verið í láglaunastörfum, kannski einyrkjar og svona. Þetta er bara forgangsmál númer eitt, tvö- og þrjú – þetta er stærsti smánarbletturinn á okkar annars ágæta samfélagi að leyfa þessu að gerast, að tíundin sem er utangarðs með hungurvofuna á hælunum, að hún skuli vera höfð það að óbreyttu.“

Eins og þú nefndir þá helst þetta allt í hendur. Þetta byrjar allt á efnahagsmálunum. manni verður hugsað til orða James Carville, sem var kosningastjóri Clintons 1992, þegar hann var spurður: Um hvað snúast kosningarnar? Hann sagði: It‘s the economy, stupid! Þetta er orðinn þekktur frasi í Bandaríkjunum og um allan heim. Við vorum að tala um andlega heilsu fólks. Við sjáum t.d. hvað það er alvarlegt ástand varðandi andlega heilsu barna og unglinga í dag. Það skal enginn segja mér að þegar foreldrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð af því að mánaðamótin ganga ekki upp, mánaðamót eftir mánaðamót eftir mánaðamót, að það hafi ekki áhrif á andlega heilsu á heimilinu.

„Það eru allir biðlistar fullir bæði hjá barnasálfræðingum og öðrum sálfræðingum í landinu. Nú er það kannski það, ef þú ert að velja þér nám og framtíðarvinnu, það að gerast sálfræðingur er kannski jafn mikill efnahagslegur búhnykkur að lenda í eins og að vera bara læknir. Samt vantar fólk til að geta sinnt öllum þeim sem á þurfa að halda.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið