fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Eyjan

Grafarvogsbúar íhugi að lýsa yfir sjálfstæði eða færa sig undir Mosfellsbæ sökum áforma um ofurþéttingu – „Fólk er alveg rosalega reitt“

Eyjan
Mánudaginn 21. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs, segir að Grafarvogsbúar séu jafnvel að íhuga að segja sig úr Reykjavík, gerast sjálfstætt sveitarfélag eða hverfi Mosfellsbæjar, láti borgarstjórn ekki af fyrirætlunum sínum um ofurþéttingu í hverfinu.

Elísabet ræddi við Bítið á Bylgjunni þar sem hún sagði framgöngu meirihlutans óboðlega en nú standi til ofurþétting innan Grafarvogs sem íbúar séu verulega ósáttir við og telja að áformunum hafi verið laumað í gegnum kerfið svo þeim yrði ekki mótmælt. Um sé að ræða búsetubrest hvað íbúa varðar. Fólk hafi flutt í Grafarvog út af nálægt við náttúruna, út af grænum svæðum og lágreistri byggð. Nú standi til að þétta svo mikið að íbúum muni fjölga gífurlega og það þrátt fyrir að innviðir hverfisins séu þegar sprungnir og þrátt fyrir að hverfið þoli varla þá umferð sem þar er í dag.

Borgarstjóri hafi hundsað óskir íbúa um samráð, samtal og fund. Eins sé í áformunum stefnt á byggingu fjölbýlishúsa þar sem engin bílastæði verði að finna. Bílastæði verði aðeins í sérstöku bílastæðahúsi og sé nokkur gangur frá þessu bílastæðahúsi að fjölbýlishúsunum sem það eiga að nota. Þar með séu íbúðirnar varla fyrir fatlað fólk, fyrir eldri borgara eða foreldra með ung börn. Elísabet bendir á Gufunesið og segir að þar hafi átt að rísa hverfi fyrir bíllausan lífstíl. Borgin hafi þó ekki hugað að því að almenningssamgöngur yrðu að vera skilvirkar á svæðinu svo þetta gengi upp. Nú hafi íbúar Gufuness keypt sér bíla, en engin bílastæði séu fyrir þau svo bílum er bara lagt út um allt sem hefur gert hverfið ófært hjólandi og gangandi.

Grafarvogsbúum þyki vænt um hverfið sitt og einkenni þess, en þessi ofurþétting stefni öllu sem þau elska í hættu. Jafnvel eigi í vissum tilvikum fyrirhugaðar byggingar eftir að eyðileggja útsýni núverandi íbúa yfir náttúruna.

„Við ætlum aldrei að hætta,“ segir Elísabet sem segir íbúa ekki ætla að kyngja þessari þéttingu þegjandi og hljóðalaust. Þau kalla eftir raunverulegu samráði við borgaryfirvöld, og ef ekki þá er kallað eftir því að skoðað sé hvort Grafarvogur geti slitið sig úr Reykjavík og staðið sem sjálfstætt sveitarfélag, eða gangi í Mosfellsbæ.

„Fólk er alveg rosalega reitt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Eyjan
Í gær

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“
Eyjan
Í gær

Vandræðaleg uppákoma á kosningafundi Trump – Stóð þögull á sviðinu í 20 mínútur

Vandræðaleg uppákoma á kosningafundi Trump – Stóð þögull á sviðinu í 20 mínútur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar

Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Stutt í ásakanir um rasisma ef fólk bendir á staðreyndir varðandi ástandið á landamærunum

Jakob Frímann: Stutt í ásakanir um rasisma ef fólk bendir á staðreyndir varðandi ástandið á landamærunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arna Lára vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu

Orðið á götunni: Blóðbað í Sjálfstæðisflokknum – níu af sautján þingmönnum fallnir eða í fallhættu