fbpx
Mánudagur 21.október 2024
Eyjan

Áslaug Arna segist hafa verið blekkt til þátttöku í „Ég trúi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. október 2024 10:46

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að hún hafi verið fengin til að taka þátt í myndbandinu „Ég trúi“ á röngum forsendum. Hún hafi verið blekkt til þátttöku.

„Ég var fengin í þetta á þeim forsendum að við þekktum þolendur, ég væri vinkona þolenda og ég styð vinkonu, þolenda. Þetta var kynnt með öðrum hætti en þetta var síðan sett fram. En ég taldi það líka mistök að hafa gert þetta, burtséð frá hvernig þetta var kynnt fyrir mér sem dómsmálaráðherra,“ 

segir Áslaug Arna í Spjallinu hjá Frosta Logasyni. Hún var þá dómsmálaráðherra og gengdi því embætti frá 2019–2021, tók síðan við sem vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, og hefur gegnt embætti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra frá 2022.

Myndbandið fjarlægt eftir gagnrýni

Myndbandið Ég trúi kom út 12. maí 2021 á vegum hlaðvarpsins Eigin Konur, en þar stigu nokkrir þjóðþekktir Íslendingar fram og lýstu yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, þáttastjórnendur Eigin Kvenna,tóku myndbandið degi síðar eftir að konur höfðu sagt þeim að í myndbandinu væru menn sem höfðu farið yfir mörk þeirra. 

Myndbandið var einnig verið gagnrýnt vegna þátttöku Áslaugar Örnu sem ráðherra þess málaflokks sem ofbeldismál falla undir. Þegar hún var spurð á þeim tíma hvort það sé við hæfi að æðsti yfirmaður dómsmála taki afstöðu með þeim hætti sem hún gerði í myndbandinu svaraði Áslaug Arna: „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu.“

Sjá einnig: Þetta hefur Áslaug Arna að segja eftir að #ÉgTrúi myndbandið var fjarlægt

Segir umræðuna oft svarthvíta

Áslaug Arna segir málaflokkinn mjög eldfiman og umræðuna oft farið í ákveðnar bylgjur í samfélaginu, og umræðan verða oft svarthvít.

„Það að styðja við þolendur, að styðja við fólk sem stígur fram og lýsir erfiðri reynslu og upplifun, þýðir ekki að þú sért einhvern veginn að segja að málsmeðferðin skipti ekki máli, eða að það skildi ekki reglur réttarríkisins gagnvart málum. Hvernig þetta var sett fram, ég taldi eftir á að hyggja að ekki hefði rétt af mér sem dómsmálaráðherra að taka þátt í slíku og þetta var kynnt fyrir mér vissulega öðruvisi en þetta birtist.“ 

Segist hún þessi mál oft á tíðum mjög snúin. „Mörg mál eru brot þar sem er dæmt og það er algjörlega skýrt, mörg þeirra eru upplifun einstaklinga sem er mismunandi og við þurfum að geta áttað okkur á hvað er best fyrir fólk sem lendir í þeim aðstæðum.“  

Hún segir að önnur lönd hafi komist lengra í þeirri umræðu um það að fyrir þolanda sem telur á sér brotið, upplifunum hafi verið sú að brotið hafi verið á honum, meintur gerandi sem upplifi það ekki geti ekki átt samtal um að átta sig á hafa farið yfir einhver mörk. Með því sé hann að játa á sig eitthvað brot sem hægt er að fara með fyrir dóm.

„Fólk segir, sem er lært í því að mæta upplifun þolenda af kynferðisbrotum, er að það mikilvægasta fyrir þá til að komast áfram með líf sitt og komast ekki yfir reynsluna, en vinna úr henni, sé að fá viðurkenningu á brotinu. Það færðu aldrei úr því kerfi sem við höfum búið til og það er mjög þungt.“  

Áslaug Arna segist í starfi sínu sem dómsmálaráðherra hafa verið byrjuð skoða nýjar sáttameðferðir í slíkum málum þar sem um er að ræða samtöl sem létta á báðum hliðum. Mál sem eru þess eðlis að þolandi vill ekki fara með það fyrir dómstóla, en geti ákveðið ef gerandi er til í það samtal, að hlusta á og viðurkenna jafnvel að hann hafi gengið yfir einhver mörk.

„Ef við gætum byggt upp kerfið okkar með þessum möguleika líka, þá gæti ég trúað að við komumst í aðeins meira jafnvægi gagnvart þessari umræðu.“  

Segir hún stjórnmálamenn þurfa að reyna að finna jafnvægi þarna á milli og átta sig á að kerfið megi ekki vera þannig byggt upp að það bregðist fólki á báða bóga, fólki sem finnst það ekki ná jafnvægi fram og fær ekki viðurkenningu og „upplifi að kerfið sé engan veginn að styðja þau í þeirri upplifun sinni að á þeim var brotið. En líka að þetta sé ótrúlega löng málsmeðferð, hún sé fyrir opnum tjöldum, mjög þungbær líka fyrir þann sem er sakaður um brot. Ég tel að fyrir Ísland og brotaþola, og einnig fyrir meinta gerendur, þá væri þetta mikið framfaraskref í hegningarlagalöggjöfinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Áslaug kom með óvænta játningu í viðtali – „BÚMM! Þarna kom fréttin“

Áslaug kom með óvænta játningu í viðtali – „BÚMM! Þarna kom fréttin“
Eyjan
Í gær

Inga Sigrún Atladóttir skrifar: Kall eftir kerfisbreytingu í íslensku menntakerfi

Inga Sigrún Atladóttir skrifar: Kall eftir kerfisbreytingu í íslensku menntakerfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásta Óla skrifar: Heimilislán í stað peningaráns

Ásta Óla skrifar: Heimilislán í stað peningaráns
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar