fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Jakob Frímann: Hvað ef sveitarfélögin skömmtuðu ríkinu fé en ekki öfugt?

Eyjan
Sunnudaginn 20. október 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðmætin verða til úti í sveitarfélögunum en samt tekur ríkið allt til sín og skammtar svo sveitarfélögunum naumt í þau verkefni sem þau hafa með höndum. Tónlistarskólar geta t.d. aðeins tekið á móti 30 prósent þeirra sem sækja um tónlistarnám. Væri kannski ráð að Sveitarfélögin skömmtuðu Alþingi og ríkinu naumt til verkefna á vegum þeirra og svo yrði bara séð til með hvort það dygði. Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Jakob Frimann - klippa 2.
play-sharp-fill

Eyjan - Jakob Frimann - klippa 2.

„Þessi verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga hefur leitt til þess að sveitarfélögin eru í stökustu vandræðum með að leysa þau verkefni sem þeim hafa verið fengin, bara framlögin duga ekki til. Ég var á fundi um daginn með fólki í tónlistarskólunum þar sem einn virtasti tónlistarskóli landsins fær umsóknir sem hann getur sinnt aðeins að 30 prósent hluta,“ segir Jakob Frímann.

„Gylfi Þ. Gíslason hlýtur að liggja órólegur í sinni gröf yfir þeirri staðreynd sem þar blasir við. Ég segi það hér enn og aftur: Ekkert af því sem ég hef lært um dagana hefur verið mér dýrmætara andlega, félagslega, fjárhagslega, heldur en það að læra tónlist og stunda hana. ef að fjölgar þeim sem eiga erfitt með að lesa hið hefðbundna mál þá er tónmálið enn þá dýrmætara og að geta ekki boðið nema 30 prósent umsækjenda upp á að stunda nám í slíku, það er hreinlega fyrir neðan allar hellur. Þar er einhver þverbrestur.“

Jakob segist vera nýkominn af landsbyggðinni þar sem Flokkur fólksins hafi farið í mjög ánægjuríka ferð og fullt hús hefði verið á fundum fyrir norðan þar sem verið var að ræða og hlusta eftir óskum og þrám manna. „Ég var aðeins að benda á það í þeirri ferð að verðmætin verða til í sveitarfélögunum. Norðaustrið, til dæmis, þar er liðlega fjórðungur af öllum verðmætum sem verða til í fiskveiðum, fiskeldi, álbræðslu og öllu mögulegu sem tikkar inn. Kannski þurfa heimamenn að minna oftar á það: Hvar eru peningarnir mínir? Af hverju er ég afgangsstærð?“ sgir Jakob Frímann.

„Ættum við að hugsa þetta upp á nýtt? Ég er ekki að leggja það til hér, en kannski að við hugsum út í það að sveitarfélögin skenki herrunum við Austurvöll einhverja upphæð á hverju ári og sjá hvort það hrekkur ekki til. Alþingi kostar fimm milljarða í rekstri á ári með öllu sínu. Svo er ýmislegt annað sem ríkið hefur tekið að sér með misjöfnum árangri, en sveitarfélögin myndu bara skera þetta allt við nögl og sjá hvort það dygði ekki.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
Hide picture