fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Eyjan

Jón Gnarr vill klára viðræðurnar við ESB og leyfa þjóðinni að kjósa

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr liðsmaður Viðreisnar, segir að ekki hafi verið mikill sómi að því hvernig við enduðum aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2015.

Jón skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann varpaði þessari skoðun fram.

„Það var allt með einstaklega hallærislegum hætti gert, án umræðu í þinginu og svo var þjóðin svikin um kosningaréttinn sem henni hafði verið lofað. Ég vil taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og klára þetta litla sem eftir er. Ég vil fá skýran samning á borðið, gefa fólkinu í landinu tíma til að vega og meta kosti og galla inngöngu og halda svo þjóðaratkvæðagreiðsluna sem okkur var lofað. Power to the people!“

Með færslu sinni deildi Jón frétt Heimildarinnar þess efnis að aldrei hafi fleiri verið hlynntir aðild Íslands að ESB en einmitt nú. Eru 45,3% landsmanna nú hlynnt aðild Íslands að ESB, samkvæmt könnun Maskínu. Umrædd könnun var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 16. til 24. september og voru svarendur 1.067 talsins.

Jón fylgdi svo færslunni í gærkvöldi eftir með annarri færslu í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi efla íslenska tungu.

„Ef Ísland gengur í Evrópusambandið, myndi landið enn hafa fulla stjórn á þeim stefnumálum sem snúa að tungumálinu og menningarmálum. Þvert á móti gæti aðild jafnvel fært með sér fjárhagslegan stuðning til verkefna sem miða að því að varðveita tungumál minnihlutahópa, þar á meðal íslensku, eins og sést í öðrum löndum innan sambandsins,“ segir Jón meðal annars í færslu sinni í morgun.

Vísir greindi frá því í síðustu viku að Jón væri kominn í Viðreisn og ætli að bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum. Jón var í framboði til forseta Íslands í vor og fékk 10,1% atkvæða í kosningunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna