fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Bergþór Ólason: Ný aðildarríki ESB ekki jafnsett þeim sem þar eru fyrir

Eyjan
Miðvikudaginn 2. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að reglum ESB hafi verið breytt á þann veg að ný umsóknarríki (þar á meðal Ísland, jafnvel þótt litið yrði svo á að aðildarumsókn okkar frá 2009 sé enn í gildi) muni ekki njóta með sama hætti varanlegra undanþága frá regluverki ESB og þau ríki sem komu inn á undan. Hann telur umræðu aðildarsinna hér á landi bjagaða. Bergþór er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Bergþór Ólafsson
play-sharp-fill

Eyjan - Bergþór Ólafsson

„Ég held að svona að hluta til í þessu máli öllu þá gleymist að spyrja mikilvægustu spurningarinnar sem á að vera fremst í röðinni að mínu mari, og það er: Viltu ganga í Evrópusambandið eins og það er? Ég held að það sé gert meira úr þessu meinta svigrúmi til undanþága og þar fram eftir götunum en raunverulega eru til staðar,“ segir Bergþór.

En það er bara ein leið til að komast að því.

„Já, sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflinn voru ekki einu sinni opnaðir í viðræðunum þarna 2009-13.“

En það var náttúrlega þannig að sá sem fór með þau mál, hann vildi ekkert af þessu vita.

„Nei, nei, en það er nú engu að síður þannig að Stefán fúli, eins og hann var kallaður í gríni, Stefán Füle held ég nú að hafi verið rétta eftirnafnið á honum – stækkunarstjóri Evrópusambandsins þá – sagði það nú bara eins skýrt og hægt er að segja það, með engum undanslætti, að það væru engar varanlegar undanþágur í boði frá regluverki Evrópusambandsins, þetta eru aðlögunarviðræður en ekki aðildarviðræður og ég held að umræðan hafi verið rugluð dálítið.“ segir Bergþór.

Hann segist virða það sjónarmið að vilja ganga inn í Evrópusambandið. „Allt í lagi, geri engar athugasemdir við það þó að ég sé þeirrar skoðunar að það sé ekki skynsamlegt fyrir okkur. En mér hefur þótt umræða aðildarsinna hverfast svo mikið um tækifæri til framtíðarundanþága og þar fram eftir götunum, sem ég held að sé ekki raunverulega til staðar.“

Ég man eftir því að þáverandi utanríkisráðherra Dana var í viðtali við íslenska sjónvarpsstöð um það leyti þegar við vorum í aðildarviðræðum þar sem hann sagði: Það er vissulega rétt að það eru engar varanlegar undanþágur en það hefur hver einasta aðildarþjóð hefur fengið sér lausn í þeim grundvallarmálum sem hún hefur sett fram sem slík.

„Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki ekki smáatriðin nógu vel í þeim efnum en svo varð einhver breyting á – ég bara man ekki ártalið – þar sem það varð breyting á einmitt þessu gagnvart nýjum umsóknarþjóðum. ég yrði nú aðeins að grúska til að rifja upp þetta svar sem ég fékk …“

Þá getur komið sér vel að umsóknin er enn í gildi.

„Um það deila menn. Ég skildi það þannig þá að þáverandi umsókn okkar hefði einmitt komið inn eftir þennan „cut-off“ punkt þannig að gamla umsóknin, í gildi eða ekki, hún skildi okkur eftir í þeirri stöðu að varanlegu undanþágurnar væru af borðinu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture