fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Eyjan

Víðir Reynisson orðaður við oddvitasæti hjá Samfylkingunni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 19. október 2024 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, leiða saman krafta sína á ný, ef marka má heimildir fréttastofu Vísis, en að þeirra sögn mun Víðir taka að sér oddvitasæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Alma hefur þegar tilkynnt framboð sitt hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi svo ef vel gengur enda tveir þriðju af þríeykinu fræga, sem fylgdi þjóðinni í gegnum COVID, á Alþingi.

Þá vantar aðeins Þórólf Guðnason, fyrrum sóttvarnalækni, en hann hefur í það minnsta ekki tilkynnt um framboð svo vitað sé.

Þjóðin þarf nú mögulega að færa sig frá því að „Hlýða Víði“ eins og hún tileinkaði sér í faraldrinum yfir í að hlýða á Víði í pontunni í þingsal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða