fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Eyjan
Laugardaginn 19. október 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar baráttan gegn her í landi geisaði af sem mestum krafti á liðinni öld var oft sagt að Ameríkanar vildu innlima Ísland sem 51. ríki Bandaríkjanna. Herinn væri hægt og bítandi að leggja undir sig menningarlífið með Kanasjónvarpi og útvarpi og viðskiptalífið með gegndarlausu hermangi og spillingu. Margir óttuðust amerísk áhrif á íslenskt samfélag og sérstaklega á Keflavík og nærsveitir. Íslendingar væru að ameríkaníserast og tungumál og þjóðerni í stórhættu þess vegna. Auðvitað hafði ameríski herinn mikil áhrif á íslenskt samfélag en verstu spárnar raungerðust ekki. Íslendingar hafa þó alltaf haft mun meiri áhuga á Bandaríkjunum en nágrannaþjóðirnar.

Mér datt þetta í hug á dögunum þegar yfirvofandi forsetakosningar í Ameríku voru til umræðu í einhverjum fjölmiðli. Vitnað var til nýlegrar skoðanakönnunar þar sem fólk á Íslandi var spurt hvaða frambjóðanda það mundi kjósa í Ameríku. Nær allir vildu ljá Kamölu atkvæði sitt og fóru þungum orðum um hinn frambjóðandann. Fréttamaður og einhver álitsgjafi fimbulfömbuðu um þessa könnun og komust að þeirri augljósu niðurstöðu að Kamala blessunin myndi vinna þessar kosningar ef einungis væri kosið á Íslandi. Aldrei nokkru sinni er efnt til svipaðrar skoðanakannana vegna kosninga í Danmörku, Þýskalandi eða Frakklandi. Kosningar í þessum löndum líða hjá á skjánum eins og hver önnur leiðinleg auglýsing og vekja litla athygli. Kosningar í Bandaríkjunum fá ótrúlega athygli þar sem alls konar fólk er í hlutverki álitsgjafa og sérfræðinga í amerískum stjórnmálum. Íslendingum finnst afskaplega gaman að leika sér við þá þráhyggju að þeir séu 51. ríkið og hafi kosningarétt í Bandaríkjunum. Þetta er kannski draumur smáþjóðar að skipta máli og hafa afgerandi áhrif á gang heimsmálanna.

Við skulum bara vona að Dónald og kosningateymi hans frétti ekki af þessum skoðanakönnunum. Hann yrði svo óumræðilega leiður ef hann vissi að afgerandi meirihluti dvergþjóðar norður í höfum fellur betur við Kamölu en hann. Kannski mundi hann hætta við framboðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?