fbpx
Föstudagur 18.október 2024
Eyjan

Þrjú bítast um tvö leiðtogasæti hjá Viðreisn í Reykjavík – uppstilling vinnur með sitjandi þingmönnum

Eyjan
Föstudaginn 18. október 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn hefur ákveðið að fara í uppstillingu í stað prófkjörs í komandi kosningum. Þetta staðfestir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ákvörðunin var tekin á fundi í fyrrakvöld, sem gerir það að verkum að hugmyndir Jóns Gnarr um að bjóða sig fram í prófkjöri gegn Þorbjörgu eða Hönnu Katrínu verða ekki að veruleika.

Þetta kemur fram í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling.

Þorbjörg segir að sú ákvörðun að fara í uppstillingu eigi sér stað vegna stöðu mála í öllum stjórnmálaflokkum eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit óvænt stjórnarsamstarfinu. „Allir flokkar eru að glíma við það sama vegna skyndikosninga. Það var ákveðið í gær að Viðreisn myndi beita uppstillingu um allt land, og það verður spennandi að sjá hvernig listarnir skipast,“ segir Þorbjörg.

Jón Gnarr hafði nýlega lýst því yfir að hann hugðist etja kappi í prófkjöri um oddvitasæti í Reykjavík fyrir Viðreisn, sem vakti mikla umræðu. Með þessari stefnubreytingu er þó ólíklegt að honum verði stillt svo hátt á lista.

Þorbjörg lýsir mikilli virðingu fyrir Jóni Gnarr og segir hann vera mikinn happafeng fyrir flokkinn. Hins vegar segist hún hafa talið að markmiðið væri að halda sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin, eins og aðrir flokkar hafa gert. „Ég leit þannig á að planið væri að það yrði eitt sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin, sem er það módel sem þeir flokkar hafa verið með sem að hafa á annað borð verið með prófkjör í Reykjavík, að það séu engin rök fyrir tveimur prófkjörum. Mér finnst að við séum þar að velja þann leiðtoga í Reykjavík sem getur komið okkur í ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hefði verið meira en tilbúin til þess að taka slaginn.

Auk Þorbjargar og Jóns Gnarr hefur Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lýst því yfir að hún vilji leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund

Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund
Eyjan
Í gær

Davíð segir Framsókn hafa gert upp á bak – „Þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda“

Davíð segir Framsókn hafa gert upp á bak – „Þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda“
Eyjan
Í gær

Steinunn lætur gott heita eftir áratug á þingi

Steinunn lætur gott heita eftir áratug á þingi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórhildur Sunna: Mannréttindi að detta úr tísku – Píratar verða að komast í ríkisstjórn

Þórhildur Sunna: Mannréttindi að detta úr tísku – Píratar verða að komast í ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti