fbpx
Föstudagur 18.október 2024
Eyjan

Þórdís Kolbrún hefur þegið 13,8 milljónir í húsnæðis- og dvalarstyrk – óljóst með kostnað á móti

Eyjan
Föstudaginn 18. október 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningu, Helstu rökin sem hún hefur nefnt fyrir því að hún hyggst nú flytja sig úr sínu gamla kjördæmi, Norðvestur, eru að hún hafi búið í Kópavogi í tíu ár, fjölskyldan sé búin að koma sér vel fyrir þar og börnin eru þar í skóla.

Þingmenn úr landsbyggðakjördæmum fá greiddar húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur. Á vef Alþingis segir:

„Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“

Þórdís Kolbrún heldur hins vegar ekki heimili bæði á höfuðborgarsvæðinu og í kjördæminu, hinum megin við Hvalfjarðargöngin. Hennar heimili er í Kópavogi, eins og hún hefur sjálf bent á.

Engu að síður hefur hún þegið mánaðarlegar greiðslur sem beinlínis eru ætlaðar þingmönnum sem hafa húsnæðis- og dvalarkostnað bæði á höfuðborgarsvæðinu og í landsbyggðarkjördæmi. Frá því að Þórdís Kolbrún tók sæti á Alþingi árið 2016 hefur hún þegið 13,8 milljónir í þessar greiðslur. Reiknað fram til verðlags í dag er þessi upphæð 17,1 milljón.

Þar sem þessar greiðslur eru til að standa undir kostnaði en ekki laun eru þær skattfrjálsar. Í ljósi þess að Þórdís Kolbrún býr í Kópavogi og heldur ekki annað heimili í Norðvesturkjördæmi líta húsnæðis- og dvalargreiðslur því út eins og skattfrjálsir dagpeningar í vasa hennar. Þessu til viðbótar er hún frá Akranesi, sem er rétt handan við Hvalfjarðargöngin. Þar búa fjölmargir sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu og í raun má líta svo á að Akranes sé fyrir löngu orðið hluti höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir að tæknilega tilheyri bærinn landsbyggðarkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund

Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund
Eyjan
Í gær

Davíð segir Framsókn hafa gert upp á bak – „Þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda“

Davíð segir Framsókn hafa gert upp á bak – „Þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda“
Eyjan
Í gær

Steinunn lætur gott heita eftir áratug á þingi

Steinunn lætur gott heita eftir áratug á þingi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórhildur Sunna: Mannréttindi að detta úr tísku – Píratar verða að komast í ríkisstjórn

Þórhildur Sunna: Mannréttindi að detta úr tísku – Píratar verða að komast í ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti