fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
Eyjan

Varð fyrir árás NoBorders-liða og RÚV neitaði að fá hana í viðtal – „Við sitjum þarna saman á Te & Kaffi og þá tryllist einstaklingur inni á kaffihúsinu“ 

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þurfum við aðeins til baka og rifja aðeins upp?,“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hlaðvarpi Frosta Logasonar. Þar greinir hún frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi reynt að ná tökum á útlendingamálum en hingað til mætt mikilli mótstöðu bæði samfélags og þings.

„Af því að Sjálfstæðisflokkurinn, við vorum bara útlendingahatarar þegar við vorum að leggja fram breytingarnar fyrst og svo urðum við bara aumingjar í útlendingamálum. Það var eiginlega ekkert þarna á milli.“

Áslaug hafi sjálf reynt að útskýra málið fyrir þjóðinni. Hún reyndi að mæta í viðtöl, hlaðvörp og annað en ekkert gekk. Þess í stað varð hún fyrir áreiti og aðkasti fyrir afstöðu sína.  Til að mynda var Áslaug árið 2021 sökuð af þingmanni Pírata um „ómannúðlega endursendingastefnu“ í málefnum hælisleitenda. Eins var ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd árið 2022 þegar brottvísanir hófust á ný eftir að hlé var gert á þeim í faraldri COVID-19.

Öskrað á ráðherra á kaffihúsi

Áslaug segir að málefni hælisleitenda hafi orðið til þess að hún varð fyrir áreitni á almannafæri.

„Það var setið um fyrir mér og það var mótmælt við heimili mitt og það var hrækt á mig úti á götu. Ég var rekin út af kaffihúsi með öskrum og látum frá fólki sem vill ekki landamæri á Íslandi.“

Atvikið á kaffihúsinu átti sér stað á Te&Kaffi og Áslaug bendir á að það sé kaldhæðið að þennan dag sat hún einmitt á spjall með íslenskri konu sem hefur unnið fyrir flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Áslaug var þarna að funda til að reyna að fá betri skilning á málaflokknum.

„Það er algjör tilviljun að við sitjum þarna saman. Við sitjum þarna saman á Te & Kaffi og þá tryllist einstaklingur inni á kaffihúsinu sem fer fyrir eða var að starfa með No Borders.“

Þessi einstaklingur hafi vikið sér að Áslaugu af svo miklu offorsi að hún taldi heillavænlegast að forða sér.

„Öskrar þannig að ég bara gekk í burtu og fór, í stað þess að taka einhvern sérstakan slag. Ég reyndi auðvitað að svara fyrst en stundum er bara best að ganga í burtu. Og sami einstaklingur reyndi að hrækja á mig þegar ég var úti að hlaupa, bara í frítímanum mínum. En þetta er auðvitað gleymt og ég er ekki að kvarta yfir þessu. Ég valdi mér að fara í pólitík og ég tek slagi fyrir mál.“

Enginn stuðningur fyrr en nú

Áslaug segir að vissulega hefði hún getað kært viðkomandi, en hún sé ekki að rifja upp málið til að barma sér heldur til að minna á það að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi og hann reyndi áður en staðan var orðin jafn slæm og nú.

„Því fólk segir – þið voruð of sein- en þarna var enginn að styðja við málið. Þarna voru engir flokkar til að hjálpa til að þetta kláraðist í þinginu. Þarna var ekki vilji margra þingmanna að þetta kláraðist eða kæmist í gegnum þingið og samstarfsflokkar okkar voru vissulega ekki að hjálpa til, en ekki heldur neinir aðrir flokkar í þinginu.“

Þar fyrir utan var umræðan í samfélaginu á móti hertum reglum.  Þess í stað fengu Áslaug og flokkur hennar yfir sig harða gagnrýni fyrir tilraunir sínar til að ráða við verkefnið.

„Hvernig Samfylkingin tók á málinu og hvernig hún ræddi það í þingsal. Samfélagið var heldur ekki til í það. RÚV hleypti mér ekki til að koma i þætti til að útskýra málið, heldur fjallaði um frumvarpið eins og ég væri bara að herða reglurnar til að ýta undir útlendinga andúð og RÚV kallaði frumvarpið bara basicly það. Það var farið hérna með „slóganið“ –  Áslaug Arna, martröð barna – sem var gert mikið grín að í Gísla Marteini og svona þegar hér var verið að vísa fólki úr landi sem fólk mótmælti.“

Áslaug vísar þarna til máls sem kom upp árið 2020 þegar  til stóð að vísa Kehdr-fjölskyldunni, egypskum hjónum og fjórum börnum þeirra, úr landi.  Málið varð til mikilla mótmæla og fór svo að fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Áslaug var á þeim tíma dómsmálaráðherra.

Lengi reynt að fá hljómgrunn

Áslaug telur framgöngu RÚV á þessum tíma ekki eðlilega, en nú sé gott að rifja upp málið þar sem samfélagið hafi nú skipt um skoðun og komið á sveif með stefnu Sjálfstæðisflokks.

„Fólk fór frá því að vera ekki ánægt með að við værum að leggja svona harðar línur í útlendingamálum í það að átta sig á því að það sem ég varaði við 2020 myndi gerast þegar við færum að finna fyrir meiri þunga á kerfinu okkar og þegar kostnaðurinn væri farinn að margfaldast enn frekar.  Ég var þarna að benda á að hann væri kominn yfir 4 milljarða og ég sagði – heyrðu þetta er orðið alltof mikið, við eigum að forgangsraða í þá sem þurfa hér alþjóðlega vernd, við eigum að forgangsraða í það að ráða við verkefnið í að afgreiða málin hratt og örugglega og ráða við verkefnið. “

En stemningin á þingi og í samfélaginu hafi verið sú að Ísland þyrfti að gera mikið meira en aðrar þjóðir og að okkur væri allt fært.

Í reynd megi rekja tilraunir Sjálfstæðisflokks til að ná tökum á útlendingamálum enn lengra aftur en yfirstandandi kjörtímabil. Til dæmis hafi Áslaug sett sig gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni fljótlega eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar féll. Fyrir vikið hafi þingmenn Viðreisnar ráðist að Áslaugu með „viðurstyggilegum“ greinaskrifum.

Hér má svo horfa á brot úr viðtali Frosta við Áslaugu:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

TikTok-gæti skipt sköpum í komandi kosningum – En hvernig eru flokkarnir að nýta sér miðilinn?

TikTok-gæti skipt sköpum í komandi kosningum – En hvernig eru flokkarnir að nýta sér miðilinn?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn