fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni – Nokkrir flokkar ganga á eftir Höllu Hrund með grasið í skónum

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 20:30

Halla Hrund Logadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi, er með tilboð frá fleiri en einum stjórnmálaflokk  fyrir komandi alþingiskosningar. Hermt er að einn af þeim flokkum sé Samfylkingin en yrði það raunin yrði Höllu Hrund teflt fram í Suðurkjördæmi.

Fyrr í dag fjallaði DV um þau ummæli Andrés Jónssonar, almannatengils, að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, væri mótfallin því að Halla Hrund yrði oddviti flokksins í kjördæminu. Fullyrti Andrés, sem hefur löngum verið vel tengdur inn í Samfylkinguna, þetta í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en þar var hann gestur ásamt Þórhalli Gunnarssyni, fjölmiðlamanni, en saman stýra þeir hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem einkum er fjallað um innlend stjórnmál.

Orðið á götunni er að saga Andrésar byggist á misskilningi og því fari fjarri að Kristrún sjái forsetaframbjóðandann fyrrverandi ekki sem álitanlegan kost fyrir Samfylkinguna. Hún yrði á heimavelli í kjördæminu en eins og Halla Hrund hélt kyrfilega á lofti í kosningabaráttu sinni þá eyddi hún öllum sumrum í æsku á bæ ömmu sinnar og afa í Vestur-Skaftafellssýslu, sem tilheyrir kjördæminu í dag, og hefur þangað sterkar taugar.

Kristrún er ekki ein um þá skoðun. Heimildir Orðsins eru að fleiri flokkar í kringum miðjuás stjórnmálanna hafi nálgast Höllu Hrund og boðið henni eftirsóknarvert sæti á listum sínum. Liggur orkumálastjóri nú undir feld en líklegt má telja að hún láti slag standa og taki þátt í annarri kosningabaráttu sinni á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu