fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Eyjan

Orðið á götunni – Nokkrir flokkar ganga á eftir Höllu Hrund með grasið í skónum

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 20:30

Halla Hrund Logadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi, er með tilboð frá fleiri en einum stjórnmálaflokk  fyrir komandi alþingiskosningar. Hermt er að einn af þeim flokkum sé Samfylkingin en yrði það raunin yrði Höllu Hrund teflt fram í Suðurkjördæmi.

Fyrr í dag fjallaði DV um þau ummæli Andrés Jónssonar, almannatengils, að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, væri mótfallin því að Halla Hrund yrði oddviti flokksins í kjördæminu. Fullyrti Andrés, sem hefur löngum verið vel tengdur inn í Samfylkinguna, þetta í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en þar var hann gestur ásamt Þórhalli Gunnarssyni, fjölmiðlamanni, en saman stýra þeir hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem einkum er fjallað um innlend stjórnmál.

Orðið á götunni er að saga Andrésar byggist á misskilningi og því fari fjarri að Kristrún sjái forsetaframbjóðandann fyrrverandi ekki sem álitanlegan kost fyrir Samfylkinguna. Hún yrði á heimavelli í kjördæminu en eins og Halla Hrund hélt kyrfilega á lofti í kosningabaráttu sinni þá eyddi hún öllum sumrum í æsku á bæ ömmu sinnar og afa í Vestur-Skaftafellssýslu, sem tilheyrir kjördæminu í dag, og hefur þangað sterkar taugar.

Kristrún er ekki ein um þá skoðun. Heimildir Orðsins eru að fleiri flokkar í kringum miðjuás stjórnmálanna hafi nálgast Höllu Hrund og boðið henni eftirsóknarvert sæti á listum sínum. Liggur orkumálastjóri nú undir feld en líklegt má telja að hún láti slag standa og taki þátt í annarri kosningabaráttu sinni á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið

Þórdís Kolbrún: Ekki að reyna að búa til nýjan Sjálfstæðisflokk – bara minna á fyrir hvað hann hefur alltaf staðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?