Bjarni Jónsson, þingmaður VG, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu þingmannsins á Facebook.
Segir Bjarni að flokkurinn hafi sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Segir hann flokkinn hafa brugðist stuðningsmönnum sínum. Hann segir ennfremur:
„Á síðustu vikum og mánuðum hef ég styrkts í þeirri trú að ég eigi ekki samleið með VG, þar sé ekki farvegur fyrir hugsjónir og mörg þau brýnustu mál sem ég hef barist fyrir og var kosinn til og ljóst að veran í VG hefur ekki síst orðið æ þungbærari vegferð fyrir fólk með landsbyggðarhjarta.“
Bjarni segir að ákvörðunin hafi legið fyrir í nokkurm tíma en hann hafi ákveðið að bíða með að tilkynna hana þar til búið væri að rjúfa þing og ákveða kjördag.
„Á síðustu vikum og mánuðum hef ég styrkst í þeirri trú að ég eigi ekki samleið með VG, þar sé ekki farvegur fyrir hugsjónir og mörg þau brýnustu mál sem ég hef barist fyrir og var kosinn til og ljóst að veran í VG hefur ekki síst orðið æ þungbærari vegferð fyrir fólk með landsbyggðarhjarta.“