fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar setti út á Finnbjörn – Árni tók slaginn og hraunaði yfir Brynjar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjari Níelssyni, fyrrum þingmanni, þótti ekki mikið til viðtals við Finnbjörn Hermannsson forseta ASÍ á Bylgjunni koma. Í viðtalinu sem birt var á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudaginn 13. október, ræddi Finnbjörn þing ASÍ í vikunni og þær áherslur sem þar verða helstar á dagskrá: orkumál, heilbrigðismál, samkeppnismál.

„Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við forseta ASÍ á Sprengisandi var bæði upplýsandi og sorglegt. Forseti ASÍ var illa áttaður í samtalinu, fimbulfambaði og lenti í mótsögn við sjálfan sig reglulega. Hann gat þó ekki leynt andúð sinni á einkarekstri og ást sinni á skattahækkunum og íþyngjandi regluverki fyrir atvinnulífið. Og til að kóróna vitleysuna taldi hann þessi sjónarmið sín til þess fallin að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins,“

segir Brynjar um viðtalið og er viss um að Kristján sé enn „að klóra sér í skallanum og velti því fyrir sér hvort hann hafi fyrstur manna náð viðtali við Kallinn á Tunglinu.“

Hlusta má á viðtalið við Finnbjörn hér.

Telur Brynjar að margir sem hlustuðu á viðtalið við Finnbjörn séu fyrst og fremst að velta því fyrir sér hvort forsvarsmenn stéttarfélaga séu fyrst og fremst að nota hreyfinguna til að ná eigin pólitísku markmiðum frekar en að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. „Það liggur við að maður sakni Drífu Snædal – og þó.“

Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ 26. október 2018 og gengdi starfinu þar til hún sagði af sér í ágúst 2022. 

Segir Brynjar illa áttaðan íhaldssegg og líta stórt á sig

Eins og oft er sköpuðust umræður um færslu Brynjars á Facebook-síðu hans enda lætur Brynjar flest samfélagsmál sig varða og er vinamargur á samfélagsmiðlinum. Dónalegastu athugasemdina á líklega Árni Stefán Árnason lögfræðingur sem vandar Brynjari ekki kveðjuna:

Það ert þú sem ert illa áttaður, dul snobbaður íhaldsseggur og lýtur alltof stórt á þig og það eina sem heldur þér gangandi hjá fjölmiðlum er fínn húmor með Soffíu að öðru leyti að mestu gagnslaus en góður ertu sem lögmaður í héraði, amk þegar þú þurftir að díla við Sigurð Tómas settan saksóknara.

Engin framlegð á þingi en þáðir linnulaust frá skattgreiðendum. Telur þér trú um að Íslandi verði ekki stjórnað nema í takt við settan rétt. – Sigurður Líndal hlýtur að hafa kennt þér.

Gísli á Uppsölum sagði: Settur réttur er fyrir fávita til að fara eftir en gáfumenn til að hafa til hliðsjónar. – Að því sögðu var gott að losna við þig úr pólitík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump