fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Eyjan

Bjarni gefur lítið fyrir brandara um hrakföll hans í forsætisráðuneytinu -„Mér gæti ekki verið meira saman“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson hefur í tvígang gegnt embætti forsætisráðherra en í hvorugt skiptið náð að verma sætið lengi. Hann segir í samtali við fjölmiðla eftir fund sinn við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að honum sé slétt sama um slíka tölfræði, enda skipti það ekki nokkru máli í stóra samhenginu. Eins kærir hann sig kollóttan um slæma útkomu Sjálfstæðisflokks í skoðanakönnunum.

„Þá sjá fleiri og fleiri það að það er nauðsynlegt að ganga til kosninga, jafnvel þótt það sé óþægilegt, eða það hefði gjarnan verið gott að halda áfram og klára kjörtímabilið og svona. Og margir núna sé ég, eru að velta fyrir sér stjórnmálasögunni, og mér gæti ekki verið meira saman um alla spekingana sem nú segja: Já þetta voru ekki nema svona margir dagar í embætti og þetta verður skráð í sögubækurnar. Það skiptir mig bara nákvæmlega engu máli. Það eina sem skiptir máli núna er að við þurfum sterkar umboð, ég þarf stærri Sjálfstæðisflokk, meiri styrk á þinginu, til að leggja þessar skýru línur inn í framtíðina.“

Aðspurður um hvort það sé rétt að hann haldi áfram sem formaður í gegnum væntanlegar kosningar segist Bjarni ætla að rísa undan þeirri ábyrgð sem formennskunni fylgir.

„Ég efast ekki um það að mitt fólk ætlast til þess að formaður rísi undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Og á meðan ég er í þessu embætti geri ég allt það sem ég tel vera best fyrir flokkinn og að sjálfsögðu trúi ég því að það sem er gott fyrir flokkinn gagnist þjóðinni vel. “

Alltof uppteknir af skoðanakönnunum

Bjarni telur sig njóta fulls traust þingflokks sinns og aðspurður um gengi Sjálfstæðisflokks í skoðanakönnunum þá segir hann fjölmiðla of upptekna af slíku. Sagan sýni þó að skoðanakannanir endurspegli ekki alltaf raungengi flokka. Hann vonist þó að sjálfsögðu til að fylgi flokksins hækki fyrir kjördag.

„Já ég ætla vona það. Ég meina það er tilgangurinn og verkefni mitt að hækka fylgið en þessar kannanir, mér finnst þið alltaf svo uppteknir af könnunum og haldið að maður stjórnist alfarið af einhverjum skoðanakönnunum. Ef það er eitthvað eitt sem kannanir hafa sýnt okkur, ef þú skoðar þær aftur í tímann, er að fylgir sveiflast út og suður. Það er það sem maður fyrst og fremst getur séð og þá er verkefnið það að ná athygli fyrir þau mál sem eru mikilvægust fyrir þjóðina og ég er algjörlega sannfærður um það, og hef langa reynslu af þessu, og við höfum sigrað síðustu fernar kosningar með okkar stefnu og okkar sýn fyrir samfélagið og hana ætlum við að bera upp núna í aðdraganda kosninganna.“

Það sé í höndum kjördæmaráða Sjálfstæðisflokks að ákveða hvort stillt verður upp á lista eða gengið til prófkjörs. Bjarni metur það svo að stóru málin fyrir kosningar séu efnahagurinn, fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, og svo framtíð orkumála og að ná stjórn á landamærum. Það sé grundvallarmál að þeir innflytjendur, sem hafa fengið hér dvalarleyfi en fylgja ekki lögum og reglum, verði vísað úr landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Barátta bak við luktar dyr – sér sig sem bjargvætti Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Barátta bak við luktar dyr – sér sig sem bjargvætti Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórhildur Sunna: Aðdáunarvert innra starf hjá Sjálfstæðisflokknum

Þórhildur Sunna: Aðdáunarvert innra starf hjá Sjálfstæðisflokknum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðbrögð Sjálfstæðisflokks skýr skilaboð til Vinstri Grænna – „Munu ekki sitja þegjandi undir öllum yfirlýsingunum“

Viðbrögð Sjálfstæðisflokks skýr skilaboð til Vinstri Grænna – „Munu ekki sitja þegjandi undir öllum yfirlýsingunum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórhildur Sunna: Til hvers að kjósa í vor – af hverju kjósum við ekki strax?

Þórhildur Sunna: Til hvers að kjósa í vor – af hverju kjósum við ekki strax?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Býð mig fram í næstu þingkosningum – flokksmenn velja listann

Jón Gunnarsson: Býð mig fram í næstu þingkosningum – flokksmenn velja listann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kemur Áslaugu Örnu til varnar eftir „níðskrif“ – Segir listamann upphefja sjálfan sig með „klemmdar rasskinnar af reiði“

Kemur Áslaugu Örnu til varnar eftir „níðskrif“ – Segir listamann upphefja sjálfan sig með „klemmdar rasskinnar af reiði“