fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna: Aðdáunarvert innra starf hjá Sjálfstæðisflokknum

Eyjan
Laugardaginn 12. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki orðið betri Miðflokkur en Miðflokkurinn, hann getur aldrei orðið svarið við sjálfum sér, að mati Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar búa yfir aðdáunarverðu innra starfi, sé með öflugt flokksstarf út um allt land og hafi mikla burði til að byggja upp fylgi sitt á ný. Þórhildur Sunna er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Það sjá það líka allir að fólk er náttúrlega hrætt við kosningar. Þeim gengur gríðarlega illa í könnunum og eru …“

En það búast flestir við að það sé ákveðin óánægja gagnvart ríkisstjórnarflokkunum að birtast í könnunum. Fæstir sem ég hef rætt við búast við að þessi óánægja skili sér með þessum hætti í kjörkassana.

„Eflaust ekki fyllilega, það er örugglega alveg rétt. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað mjög naskur við kosningabaráttur, þeir eru einstaklega flinkir í því og með gríðarlega maskínu sem fer í gang þegar …“

Og flokkurinn hefur aldrei átt meiri peninga en einmitt núna – þeir fóru í þéttingu byggðar þarna á Valhallarreitnum og græddu hvað, 500 eða þúsund milljónir á því.

„Já, og eru duglegir líka að afla sér stuðnings úr atvinnulífinu og öðru og hafa yfir mjög aðdáunarverðu innra starfi að ganga.“

Já, þetta er nú sennilega skipulagðasti stjórnmálaflokkurinn.

„Algerlega, þeir eru náttúrlega með bara mjög sterkt starf út um allt land þannig að það má alveg viðurkenna það að þau eru með mjög sterka stöðu þegar kemur að þeirra innra flokksstarfi og hafa mikla burði til að byggja upp fylgi sitt að nýju,“ segir Þórhildur Sunna.

Hún bætir því við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar verið fastur í ákveðnum hjólförum ansi lengi og hafi fylgt stefnu sem forysta flokksins sé kannski að byrja að átta sig á að hafi ekki gagnast flokknum vel. „Þau eru samt ekki hætt á þeirri vegferð sem er einhvern veginn að reyna að verða meiri Miðflokkur en Miðflokkurinn.“

Það eru margir sem búast einmitt við því að Sjálfstæðisflokkurinn, þegar nær dregur kosningum – sem gæti nú gerst hvenær sem er, að þá muni flokkurinn einmitt sækja út til hægri og reyna að sækja fylgi til Miðflokksins.

„Það er það sem þau eru búin að vera að gera. Þau eru búin að leggja alveg gríðarlega áherslu á útlendingamál og harðari ásýnd, harðara málfar í garð fólks á flótta, í garð útlendinga, ég myndi kalla þetta hræðsluáróður; þau hafa verið mjög dugleg við að magna upp hræðslu, ótta og misklíð í samfélaginu, mála upp óvini, og þetta er svona popúlísk leið til að reyna að ná til sín atkvæðum: Ég er hérna örugga skjólið fyrir þessum ógnum sem að ykkur steðja. Þetta eru þau að reyna að gera til að stemma stigu við þessu flæði frá Sjálfstæðisflokknum til Miðflokksins,“ segir Þórhildur Sunna.

„En það er það sem ég er að benda á, ég held að þau geti aldrei verið betri Miðflokkur heldur en Miðflokkurinn, þau geta ekki verið sannfærandi sem svarið við sjálfum sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kemur Áslaugu Örnu til varnar eftir „níðskrif“ – Segir listamann upphefja sjálfan sig með „klemmdar rasskinnar af reiði“

Kemur Áslaugu Örnu til varnar eftir „níðskrif“ – Segir listamann upphefja sjálfan sig með „klemmdar rasskinnar af reiði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

First Water búið að slátra 1.000 tonnum af laxi á árinu

First Water búið að slátra 1.000 tonnum af laxi á árinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hagstofan taldi óvart 5.000 einstaklinga í fæðingarorlofi sem ríkisstarfsmenn – „Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál“

Hagstofan taldi óvart 5.000 einstaklinga í fæðingarorlofi sem ríkisstarfsmenn – „Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið“

„Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vinstri græn mælast utan þings en ætla samt að mynda nýja vinstri stjórn!

Orðið á götunni: Vinstri græn mælast utan þings en ætla samt að mynda nýja vinstri stjórn!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson: Ásdís brýtur samkomulag vegna kjarasamninga með skattahækkunum – á sér engar málsbætur

Vilhjálmur Birgisson: Ásdís brýtur samkomulag vegna kjarasamninga með skattahækkunum – á sér engar málsbætur