fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Viðbrögð Sjálfstæðisflokks skýr skilaboð til Vinstri Grænna – „Munu ekki sitja þegjandi undir öllum yfirlýsingunum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll augu voru á Valhöll í kvöld eftir að boðað var til óvænts fundar þingflokks Sjálfstæðismanna. Ekki kom þó til stjórnarslita, en Bjarni Benediktsson sagði að fundi loknum eðlilegt að funda í ljósi spennu í stjórnarsamstarfinu.

Hann sagði við fjölmiðla sem höfðu komið saman við Valhöll:

„Það eru efasemdir um getu stjórnarinnar til að klára þingmálin í vetur og það er alvarlegt mál og þess vegna komum við hér saman í dag. En við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins. Við erum að leggja okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um það að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum og fyrir þjóðina með þau stefnumál sem við viljum berjast fyrir og það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í stjórnarsamstarfinu.“

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður, sagði að margir möguleikar hefðu verið ræddir á fundinum um þá stöðu sem upp er komin. En staðan sé þung og hana þurfi að nálgast af yfirvegun. Hildur tók fram að ef um niðurstöðu fundar megi ræða þá sé það að forysta flokksins hafi óskorað umboð þingflokks til að leiða flokkinn áfram.

Fréttastofa RÚV ræddi við Ólaf Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði, en hann viðraði þá kenningu að Sjálfstæðisflokkur muni bíða með að slíta samstarfinu þar til Vinstri Græn hafa gert alvöru úr þeim hótunum að beita sér gegn orku- og útlendingamálum ríkisstjórnarinnar, út kjörtímabilið.

„Hin leiðin er eiginlega sú að láta þetta malla svolítið áfram og láta raunverulega reyna á það í þinginu hvort t.d. Vinstri Græn munu standa við það að setja bremsu við útlendingamálin eða orkumál svo það séu ekki bara einhver ummæli sem stjórninni er slitið út af, heldur séu komin til verk Vinstri Grænna sem Sjálfstæðismenn geta þá vísað til.“

Ólafur sagði óvenjulegt að boðað sé til skyndifundar líkt og í dag. Þetta sé merki um að óróleiki innan samstarfsins hafi farið vaxandi. Það sé eðlilegt að þingflokkur komi saman og ræði stöðuna af hreinskilni.

„Síðan er í rauninni felast líka í þessum viðbrögðum hjá Sjálfstæðisflokknum skýr merki til Vinstri Grænna um það að þau munu ekki sitja þegjandi undir öllum yfirlýsingunum sem koma úr þeim herbúðum. Hvort sem það hefur svo einhverjar afleiðingar eða ekki, sem er miklu flóknara mál.“

Ólafur segir þyngra hljóð í stjórnarliðum nú en áður. Greinilegt sé að stjórnarsamstarfið sé erfitt.

„Margir segja að stjórnin sé í rauninni dauð. Hins vegar eru margvíslegir hagsmunir allra stjórnarflokkanna fyrir því að reyna að láta reyna á þetta stjórnarsamstarf fram á vorið þannig ég á nú frekar von á því að flokkarnir muni reyna það. Hins vegar er sprengjusvæðið orðið slíkt að maður veit aldrei hvenær springur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Myrkur og óöld í heimi án Evrópusambands

Haraldur Ólafsson skrifar: Myrkur og óöld í heimi án Evrópusambands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnlynda hagfræðinga á borð við Kristrúnu stórhættulega – „Með því að ofmeta sjálfa sig“

Segir stjórnlynda hagfræðinga á borð við Kristrúnu stórhættulega – „Með því að ofmeta sjálfa sig“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“