fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Eyjan

Þórhildur Sunna: Til hvers að kjósa í vor – af hverju kjósum við ekki strax?

Eyjan
Föstudaginn 11. október 2024 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Sjálfstæðisflokksins flutti kjósendum öfugmæli fyrir síðustu kosningar þegar hann sagði að ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki við völd tæki við samtíningur margra flokka og verðbólga og vextir húsnæðislána mundu rjúka upp úr öllu valdi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að við hafi tekið samtíningur Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar og hrakspár formanns Sjálfstæðisflokksins um ótíðindi í efnahagsmálum hafi gengið eftir með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Þórhildur Sunna er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

„Þetta er alveg búið að vera merkilegt að fylgjast með hvað þau eru orðin ótrúlega opin með það hvað þeim gengur ótrúlega illa og dugleg við að rífast hvert við annað opinberlega. Þetta er auðvitað búið að vera staðan mjög lengi, við sáum þetta mjög skýrt í kringum hvalveiðimálið í fyrra þegar hver stjórnarþingmaðurinn á fætur öðrum var í því að hóta vantraustsstuðningi og öðru gagnvart ráðherra, svikabrigsl milli manna og ekki bara það heldur ásakanir um alvarleg lögbrot á hendur matvælaráðherra,“ segir Þórhildur Sunna.

Hún segist líka telja að hrikt hafi í stoðum stjórnarsamstarfsins í Íslandsbankamálinu. „Ég spurði einmitt forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær, þá rifjaði ég upp fyrir honum grein sem hann skrifaði fyrir kosningar þar sem hann var að – ég ætla bara að orða þetta pent fyrir hann – þar sem hann var að vara kjósendur við að ef þeir myndu ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn þá færi allt í upplausn, og hann lýsti þessu sem svo að það skipti öllu máli hvort að eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem er fær um að geta tekist á við stórar áskoranir og leyst úr vandamálum.“

Þórhildur Sunna segir að í sömu grein hafi Bjarni Benediktsson fjallað um að ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki við völd myndi verðbólgan rjúka upp úr öllu valdi og vextir á húsnæðislánum með. „Ég sagði að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi örugglega ekki grunað að þar væri hann að fara með öfugmæli, að við tæki sundurlaus samtíningur Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar, að húsnæðislán myndu rjúka upp úr öllu valdi og að verðbólgan yrði stjórnlaus.“

Hún segist hafa bent á það sem blasi við öllum, að þessi mál sem þau segist hafa sameinast um; efnahagsmálin, útlendingamál og orkumál – í fyrsta lagi sé ljóst að almenningur treysti þeim ekki í þessum málum, verðbólgan hafi fengið að vera svo gott sem stjórnlaus í heilt kjörtímabil og sömuleiðis að útlendingamálin og orkumálin séu bara alls ekki í forgangi hjá kjósendum. Fyrir utan það þá sé VG búin að lýsa því yfir að það verði ekki breytingar á útlendingamálum. „Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var nú bara síðast í gær eða fyrradag að lýsa því yfir að þau kæmust ekkert áfram í orkumálunum út af þessu samstarfi sem þau væru í. Bjarni sagði í viðtali við Mbl.: Til hvers að kjósa í vor? Það fer nú allt eftir því hvernig okkur gengur með þessi mál – útlendingamálin, orkumálin og efnahagsmálin – og ég tók bara undir með honum: Til hvers að kjósa í vor? eigum við ekki bara að kjósa núna strax?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

First Water búið að slátra 1.000 tonnum af laxi á árinu

First Water búið að slátra 1.000 tonnum af laxi á árinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn Jón Bragason skrifar: Ellert B. Schram – 85 ára

Björn Jón Bragason skrifar: Ellert B. Schram – 85 ára
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið“

„Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Margir haft samband við Höllu Hrund sem útilokar ekki að fara í framboð

Margir haft samband við Höllu Hrund sem útilokar ekki að fara í framboð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki muna eftir því hvort Þórunn reyndi að bola Ólafi Ragnari burt

Segist ekki muna eftir því hvort Þórunn reyndi að bola Ólafi Ragnari burt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Sala flugvélar landhelgisgæslunnar og sameining sýslumannsembætta hefði sparað milljarða og bætt þjónustu

Jón Gunnarsson: Sala flugvélar landhelgisgæslunnar og sameining sýslumannsembætta hefði sparað milljarða og bætt þjónustu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson: Ásdís brýtur samkomulag vegna kjarasamninga með skattahækkunum – á sér engar málsbætur

Vilhjálmur Birgisson: Ásdís brýtur samkomulag vegna kjarasamninga með skattahækkunum – á sér engar málsbætur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fyrrum forseti þverbrýtur trúnað við fjölda fólks

Orðið á götunni: Fyrrum forseti þverbrýtur trúnað við fjölda fólks