fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Eyjan

Rassaklemmu ritdeilurnar halda áfram – „Þetta var negla hjá honum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Einar Baldvin Árnason og fyrrum þingmaðurinn Brynjar Níelsson hafa átt í ritdeilum undanfarna daga sem snúast ekki síst um hvor þeirra er með klemmdari rasskinnar, þó undarlegt megi virðast. Samhliða rasskinnum takast þeir á um sósíalisma og svo stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Eftir að Brynjar lét að því liggja að Einar skrifaði greinar sínar sem samanklemmdar rasskinnar skrifaði Einar nokkuð herskáa svargrein þar sem hann sakaði Brynjar um að vera sá sem klemmir rasskinnar, og þá til að hindra flokksforystuna frá endaþarmsmökum.

Sjá einnig Listamaður segir Brynjar sjálfan vera með klemmdar rasskinnar

Brynjar hefur nú svarað fyrir sig. Þar gengst hann við rassaklemmum en útskýrir að þær eigi sér þó eðlilegar skýringar.

„Ég hef eignast pennavin í listamanninum knáa, Einari Baldvini Árnasyni. Hann svarar mér kröftuglega og bendir mér á að ég sé sjálfur með klemmdar rasskinnar. Þetta var negla hjá honum. Við klemmum öll rasskinnarnar við mismunandi aðstæður. Sumir eru með þær stöðugt klemmdar, helst reiðir sósíalistar sem er misboðið yfir óréttlæti heimsins. Held að listamaðurinn Einar Baldvin sé í þeim hópi. Sjálfur klemmi ég helst rasskinnarnar í þeim tilgangi að leysa ekki vind á almannafæri.“

Einar skrifaði eins að Brynjar væri á „ríkisspenanum“ og ætlaði sér að vera það til æviloka. Brynjar sá sig knúinn til að svara þessu skoti, enda komi til greina að Einar sé þar að kasta grjóti úr glerhúsi – verandi listamaður sem sumir þiggja sérstök laun úr júgri ríkissjóðs, nokkuð sem Brynjar hefur ekki veigrað sér við að gagnrýna í gegnum tíðina.

„Listamaðurinn, Einar Baldvin, hefur mestar áhyggjur af því að ég verði á ríkisspenanum út starfsævina. Merkilegt að listamaður skuli hafa áhyggjur af því. Í augnablikinu hef ég engar tekjur og lengst af starfsævi minnar var ég í einkabísness og þurfti að vinna inn fyrir hverri krónu sjálfur. Síðan var þjóðin svo gæfusöm að kjósa mig til þings og því varð ég að hætta þessum einkabísness, sem ég held að fari mjög í taugarnar á pennavini vinum.

Ég held að Einar pennavinur eigi bara að viðurkenna að hann er róttækur sósíalisti með andúð á vestrænu lýðræðisfyrirkomulagi sem byggir á frelsi einstaklingsins og markaðsfrelsi. Þykist vita að hann muni ekki berjast fyrir nýjum Berlínarmúr í dag en hefði hann verið uppi á sitt besta fyrir rúmum sextíu árum hefði hann verið ákafur stuðningsmaður múrsins. Og hefði hann verið uppi á sitt besta fyrir áttatíu árum hefði það ekki komið á óvart að hann hefði verið fangavörður í Gulaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið