fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Arnar Þór Jónsson fær engan hljómgrunn en Jón Gnarr vekur jákvæða athygli

Eyjan
Þriðjudaginn 1. október 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að nýr flokkur Arnars Þórs Jónssonar, forsetaframbjóðanda, muni ekki ná til sín neinu fylgi að ráði. Enginn hljómgrunnur er fyrir framboði Arnars og því er spáð að örlög flokks hans verði svipuð mörgum öðrum framboðum sem hafa orðið til á síðari árum og ekki hlotið brautargengi. Arnar er lengst, lengst til hægri í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem vilja kjósa hreinan hægriflokk velja Miðflokkinn, eins og fram hefur komið í fjölda skoðanakannana, og þurfa ekki á neinum meiri hægri flokki að halda.

Orðið á götunni er að framboð Arnars Þórs Jónssonar muni ekki ná neinni fótfestu. Ætla má að örlög þess verði svipuð og nokkur nýleg dæmi sýna: Í Alþingiskosningunum 2016 hlaut Alþýðufylkingin 0,3 prósent greiddra atkvæða og Íslenska þjóðfylkingin 0,2 prósent fylgi. Húmanistaflokkurinn var enn neðar með núll prósent fylgi og 33 atkvæði! Í Alþingiskosningunum 2017 hlaut Alþýðufylkingin 0,2 prósent greiddra atkvæða en Dögun ekki nema 0,1 prósent. Í Alþingiskosningunum 2021 fékk Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn stuðning 0,4 prósent kjósenda og Ábyrg framtíð 0,1 prósent fylgi.

Orðið á götunni er að framboð Arnars Þórs Jónssonar sé keimlíkt framangreindum framboðum sem öll einkenndust af skoðunum öfgafólks sem í mörgum tilvikum lögðu áherslu á þjóðernisrembing og einangrunarstefnu eins og Arnar Þór fer ekki dult með. Ætla má að fylgi flokks Arnars Þórs Jónssonar verði vel innan við eitt prósent í komandi kosningum.

Öðru máli gegnir um framboð Jóns Gnarr, sem einnig reyndi fyrir sér í forsetaframboði fyrr á þessu ári. Jón naut stuðnings rúmlega 10 prósenta kjósenda, lenti í fjórða sæti og þótti standa sig mjög vel í viðtalsþáttum í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Jón Gnarr hefur valið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn enda er hann alþjóðasinnaður, andstætt einangrunarstefnu Arnars Þórs.

Orðið á götunni er að Jón Gnarr muni styrkja stöðu Viðreisnar í komandi kosningum. Hann er þjóðþekktur maður og einn vinsælasti leikari og skemmtikraftur landsins. Hann hefur sjálfur sagt að stjórnmál þurfi ekki og eigi ekki að vera leiðinleg og víst er að hann mun lífga upp á drungalegt umhverfi Alþingis, verði hann kjörinn til þingsetu. Jón Gnarr hefur það fram yfir marga stjórnmálamenn og frambjóðendur að hann talar mannamál og kemur skoðunum sínum frá sér á einfaldan og einlægan hátt.

Jón Gnarr er mikill fengur fyrir Viðreisn og vekur jákvæða athygli á komandi kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra