fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Borgarfulltrúar takast á – „Ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung“

Eyjan
Þriðjudaginn 1. október 2024 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotin hafa í dag gengið á milli borgarfulltrúanna Dóru Bjartar Guðjónsdóttur og Kjartans Magnússonar út af banaslysi sem átti sér stað á Sæbraut um helgina, er gangandi vegfarandi varð fyrir bíl.

Kjartan hafði í viðtali við Morgunblaðið vísað til þess að flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, hafi lengi talað fyrir auknu öryggi á þessu svæði og það sé hræðilegt að það þurfi banaslys til að koma umræðunni um svæðið aftur að stað.

Dóra Björt sakaði þá Kjartan um tvískinnung, enda hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki barist fyrir öryggi gangandi vegfarenda heldur viljað greiðka fyrir umferð einkabílsins.

Sjá einnig: Sakar Sjálfstæðismenn um tvískinnung og segir þá hluta af vandanum

Kjartan hefur nú svarað gagnrýninni í samtali við Vísi en hann segir Dóru fara með rangt mál enda hafi hann alltaf kallað eftir auknu öryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar.

„Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“

Núverandi ljósastýring á svæðinu byggi á klukkukerfi þar sem vegfarendur fá 15 sekúndur til að þvera götuna.

„Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung.“

Nánar má lesa um málið hjá Vísi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn