fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Jóhann Páll gagnrýnir niðurskurð til blindra og heyrnarskertra – „Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að eyðileggja mikið áður en hún hrökklast frá?“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. október 2024 18:30

Jóhann Páll þingmaður Samfylkingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, harmar niðurskurð á þjónustu við blinda og heyrnarskerta í fjárlögum. Spyr hann hvað ríkisstjórnin ætli sér að valda mikilli eyðileggingu áður en hún hrökklist frá.

„Ég fjallaði hér í gær um fórnarkostnaðinn af því að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi, fórnarkostnaðinn fyrir fólkið í landinu af því að sitja uppi með ríkisstjórnina enn einn veturinn og enn eitt fjárlagaárið með tilheyrandi óstjórn í efnahagsmálum, velferðarmálum, samgöngumálum og svona mætti lengi telja,“ sagði Jóhann Páll í þingræðu í dag þar sem rætt var um störf þingsins.

Sagði hann að Samfylkingin hefði vakið athygli á þeirri útreið sem verkafólk á eftirlaunaaldri fengi í fjárlagafrumvarpinu. Höggvið væri í sjóði erfiðisvinnufólks með þeim afleiðingum að lífeyrisréttindi hjá verkamannasjóðum verði skert strax í ársbyrjun 2025. Beindi hann sérstaklega spjótum sínum að Vinstri grænum og spurði hvort þetta væri það sem flokkurinn teldi að vera í samstarfi á félagslegum forsendum.

„En nú vil ég tala um annan stóran hóp fólks sem fær að finna fyrir því í þessum fjárlögum. Það er fólk sem glímir ýmist við heyrnarskerðingu eða sjónskerðingu, fólk sem er blint eða heyrnarlaust, börn og fullorðnir sem reiða sig á opinbera þjónustu vegna þessa,“ sagði Jóhann Páll.

Færri stöðugildi en mun fleiri notendur

Benti hann á að Sjónstöð, sem sinnir endurhæfingu og þjónustu við blint og sjónskert fólk, sé sent undir hnífinn. Stofnunin verði í fjársvelti á næsta ári þrátt fyrir að notendum hafi fjölgað um mörg hundruð á örfáum árum um leið og stöðugildum hafi fækkað.

En eins og kom fram í frétt mbl.is um helgina hefur ríkið hægt og bítandi dregið úr fjárframlögum til Sjónstöðvarinnar að sögn Sigþórs Unnsteins Hallfreðssonar, formanns Blindrafélagsins.

Árið 2010 hafi stöðugildin verið 26,5 en séu nú 18,9 að viðbættum 2,2 innan vinnustaðasamninga öryrkja. Fjárframlagið var 292 (eða 518 milljónir á núvirði) en er nú 542 milljónir. Á sama tíma hefur notendum hins vegar fjölgað úr 1200 í 1700 og mun halda áfram að fjölga í ljósi öldrunar þjóðarinnar.

Endalok opinberrar heyrnarþjónustu

„Þetta er staðan,“ sagði Jóhann Páll. „Svo er það Heyrnar- og talmeinastöð. Útreiðin sem sú stofnun fær er slík að forstjóri stofnunarinnar dregur þá ályktun að það sé stefna núverandi ríkisstjórnar að tryggja endalok opinberrar heyrnarþjónustu á Íslandi.“

Í fjárlögum er stofnuninni veitt 231,6 milljónir króna og er ætlað að afla sértekna upp á 316,6 milljónir. Hefur fjárveitingin fengið gagnrýni talmeinafræðinga og lækna.

Þjóðin búin að fá nóg

„Ég ætla að segja það aftur: Að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að tryggja endalok opinberrar heyrnarþjónustu á Íslandi,“ sagði Jóhann Páll. „Virðulegi forseti. Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að eyðileggja mikið áður en hún hrökklast frá? Þjóðin er búin að fá nóg af þessu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru búnir að fá nóg hver af öðrum. Er ekki kominn tími til að hætta þessu, hætta þessum skemmdarverkum gagnvart velferðarkerfinu okkar, gagnvart innviðum landsins, gagnvart efnahagslegum stöðugleika og verðmætasköpun á Íslandi? Er ekki bara best að pakka saman, boða til kosninga og rétta keflið áfram?“ spurði hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum