fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

„Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. október 2024 10:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru næstu kosningar, kosningar um framtíð Íslands. Það er svo mikið undir, ekki bara það hvernig pólitík verði rekin hér, hvort það verði skynsemishyggja og aftur tengt við raunveruleikann. Eða hvort við höldum áfram í þessari umbúðamennsku og woke-rugli og ákvarðanir verði teknar út frá einhverju allt öðru en staðreyndum,“

segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í Spjallinu með Frosta Logasyni. Segir hann fullveldi landsins og framtíð þjóðarinnar undir í næstu kosningum.

„Því ef þú nærð ekki tökum á landamærunum og þjóð stýrir ekki sjálf hver kemur þar inn, sest þar að og verður þátttakandi í velferðarkerfinu þá er þjóðin bara farin! Þá er ekkert aftur snúið, þá er ekkert hægt að byrja upp á nýtt,“

segir Sigmundur. Hann svarar ekki í neðangreindri klippu hvort hann vilji kosningar í vor eða næsta haust, en rekur að íslenska þjóðin hefur þraukað í gegnum ótrúlega tíma frá upphafi hennar.

Núverandi kjörtímabilki lýkur haustið 2025, síðast var kosið til Alþingis 25. september 2021 og þyrftu næstu kosningar því að fara fram í síðasta lagi 27. september 2025. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin. 5. október síðastliðinn var samþykkt krafa um að enda núverandi ríkisstjórnarsamband fyrr en átti að gerast og að kosningar munu fara fram um vorið 2025.

„Ef það hættir að skipta máli að vernda Ísland og íslendinga sem þjóð með sína sögu og vernda menningu þeirra þjóðar og ætlast til þess að þeir sem bætist við aðlagist því, þá getur þetta farið bara á örfáum árum.

Fyrir ekkert svo löngu síðan, 22-23, á árstímabili þar þá var straumurinn hingað slíkur að ef að hefði haldið áfram með sama hætti þá hefðu íslendingar verið komnir í minnihluta á Íslandi á 15 árum. Það hefur örlítið hægst á því á bili, en lögin og reglurnar eru þarna enn þannig að það getur gerst svona,“ segir Sigmundur og smellir fingrum, „að það verði opnað fyrir land sem getur orðið miklu fjölmennara en Venezúela.

Ef við náum ekki tökum á þessum málum strax eftir næstu kosningar þá er ekkert víst að það verði aftur snúið. Landamærin munu verða til staðar og við munum taka á móti erlendu fólki sem kemur hingað af ýmsum ástæðum og við munum taka vel á móti því og leyfa því að aðlagast samfélaginu. Það sem ég er að tala um núna er þessi svokallaða inngilding, sem er andstæða aðlögunar, þetta nýyrði sem þýðir að við aðlögum okkur að öðrum og ef að það gerist hjá svona lítilli þjóð þá gerist það mjög hratt að við missum algjörlega tökin og þá verður ekki aftur snúið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna