fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Alma ráðin sérfræðingur í samfélagsmiðlum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2024 17:50

Alma Finnbogadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir.

Með ráðningu Ölmu styrkist samskipta- og almannatengsladeild Pipar\TBWA enn frekar, en Pipar\TBWA hefur nú á að skipa sérfræðingum sem geta sinnt öllum þáttum samfélagsmiðla og almannatengsla fyrir fyrirtæki og einstaklinga, til viðbótar við önnur hefðbundin viðfangsefni í markaðsmálum, eins og segir í tilkynningu.

„Samskipti fyrirtækja og almannatengsl eru mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipar\TBWA er að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hefur því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar,“ segir Lára Zulima Ómarsdóttir, leiðtogi almannatengsla hjá Pipar\TBWA.

Alma hefur búið í New York í Bandaríkjunum undanfarin misseri þar sem hún stundaði meistaranám í Fashion Management við Parsons School of Design. Fashion Management, sem gæti útlagst sem tískustjórnun á íslensku, er fræðigrein sem snýr að stjórnun hvers kyns tískutengdrar starfsemi, allt frá hönnun til markaðssetningar til framleiðslu.

Meðfram náminu starfaði Alma hjá samfélagsmiðlastofunni LYF Socials við áhrifavaldamarkaðssetningu (Influencer marketing) og markaðssetningu smærri fyrirtækja á samfélagsmiðlum. Þá var hún í starfsnámi hjá tískutímaritinu V Magazine.

Alma er með B.A.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún hjá Kviku banka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna