fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

„Þetta er lífið sem mig langar í“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 12:41

Ásdís Sigurðardóttir, Aníka Rós Pálsdóttir, Sandra Yunhong She, Sigríður Örlygsdóttir og Andrea Ýr Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefði pottþétt verið betra að byrja í ræktinni, hlaupa, spara, pæla í lífeyrisréttindum eða fjárfesta í sér fyrir mjög mörgum árum en það er ekki hægt að spá í því. Sá tími er liðinn og dagurinn í dag því sá allra besti til að hlúa að sér og varða leiðina inn í framtíðina í leik og starfi,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu eftir stefnumótunarfund sem haldinn var í Íslandsbanka.

,,Þetta er lífið sem mig langar í“ var yfirskrift á fundinum þar sem félagskonur komu saman til að ræða FKA-lífið sem þeim langar í. „Við erum félagið, eigum allar erindi og héldum fund til að móta starfið og félagið okkar í takt við nýja tíma,“ segir Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA sem hvetur allar félagskonur að taka þátt í að móta starfið og láta til sín taka.

Marentza Poulsen.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og Selma Smáradóttir.
Una Steins framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Samnefnari sem við erum sáttar við

Una Steins framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka var með öflugt erindi og stefnumótunar- og gildavinnu var stýrt af Ragnheiði Aradóttur PCC stjórnendamarkþjálfa, ráðgjafa og eiganda PROcoaching og PROtraining.

Ragnheiður Aradóttir hjá PROcoaching og PROtraining stýrði fundinum.

„Núverandi stjórn félagsins vildi fullvissa sig um að við værum á réttri leið eftir stefnumótunardag sem haldinn var hjá Íslandsbanka haustið 2019 þar sem COVID skall á skömmu síðar. Stjórn þess tíma var heldur betur í stuði með aðgerðarlistana á lofti eftir daginn en fljótlega skall á heimsfaraldur. Þið munið hvernig þróunin varð – snertismit, metrarnir á milli fólks, hópsmit, hólf, ótti og óvissa sem breytti heimsmyndinni og því mikilvægt að staldra við og safna félagskonum saman til að halda áfram til að vera vissar um að við séum að vinna með samnefnara sem við erum sáttar við,“ segir Andrea.

Íslandsbanki tók á móti FKA konum á björtum degi.
Edda Blumenstein, Erla Gunnhildardóttir, Unnur Elva Arnardóttir og Grace Achieng.

Félagið á 25 ára afmæli í ár, starfsárið er komið á fullt og konur eru hvattar til að skrá sig til leiks og taka þátt í Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA. 

„Besti dagurinn er í dag munið þið,“ segir Andrea glöð í bragði.

Margrét Hannesdóttir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Margrét Rós Einarsdóttir og Vilborg Ragnarsdóttir.
Já, hvernig er lífið sem þig langar í? Hvernig er FKA-lífið sem okkur langar í?
Bjarklind Sigurðadóttir, Rósa Jónasardóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir.
Aðalheiður Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir.
Anna V. Hallgrímsdóttir, Sigurrós Jónsdóttir og Eva Magnúsdóttir.
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir og Birgitta Ásgrímsdóttir.
Jasmina Vajzovic Crnac, Kolbrún Rakel Helgadóttir og Marta Kristín Sigurjónsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi