fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Elliði harðorður í garð VG: Framganga sem ein og sér gæti dugað til stjórnarslita

Eyjan
Mánudaginn 8. janúar 2024 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og Sjálfstæðismaður, segir að röksemdarfærsla Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) í máli Svandísar Svavarsdóttur sé gjörsamlega fráleit.

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að hvalveiðibann Svandísar í sumar hefði ekki verið í samræmi við lög.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, hefur sagt að álit umboðsmanns gefi ekki tilefni til afsagnar og kvaðst í samtali við RÚV um helgina ekki gera ráð fyrir að álit hans hefði áhrif á stjórnarsamstarfið.

Elliði skrifar um málið á heimasíðu sína þar sem hann gerir viðbrögð sem komið hafa frá VG að umtalsefni.

„Röksemdafærsla VG í vörn fyrir Svandísi Svavarsdóttur er fráleit. Reyndar svo mjög að velta má því fyrir sér hvort að sú framganga -jafnvel óháð lögbrotunum sjálfum- dugi til stjórnarslita,“ segir Elliði og bætir við að í umræðunni hafi helst verið gripið til þeirrar varnar að lög um hvalveiðar séu svo gömul að Svandís hafi ekki þurft að horfa til þeirra.

Sjá einnig: Svandís braut lög með hvalveiðibanninu – Ætlar ekki að segja af sér og telur lögin úrelt

„Þess vegna hafi verið rétt hjá henni að taka ákvörðun út frá dýravelferð, þvert á gildandi lög,“ segir Elliði og vísar meðal annars í orð Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, í Sprengisandi í gær.

„Þessu er umboðsmaður alþingis eðlilega ósammála. Hann telur í áliti sínu að mikilvæg lög hafi verið brotin , reglugerðin ekki átt stoð í lögum, samræmist ekki stjórnskipunarrétti um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis, samræmist ekki kröfu um meðalhóf, og fleira,“ segir hann.

Elliði segist óneitanlega velta fyrir sér hvort það sé almennt viðhorf VG til laga að óþarfi sé að fara eftir þeim lögum sem komin eru til ára sinna ef þau falla ekki að pólitískri afstöðu þeirra.

„Því fer fjarri að lög um hvalveiðar séu elstu lögin í lagasafni okkar. Þess eru jafnvel dæmi að lagasafnið geymi tilvísanir í lög frá 1281,“ segir Elliði og nefnir fleiri lög sem vissulega eru komin til ára sinna, til dæmis hegningarlögin, landskiptalögin og sjálf stjórnarskráin.

„Ef til vill er þó frekar ástæða til að sjá þessa vörn VG sem aumt yfirklór yfir þá staðreynd að Svandís Svavarsdóttir valdi vísvitandi að brjóta lög þar sem þau samræmdust ekki pólitískri afstöðu hennar. Allt annað er aumt yfirklór,“ segir hann og bætir við að þetta sama hafi hún gert árið 2010 þegar hún sem umhverfisráðherra neitaði að staðfesta skipulag um Urrðafossvirkjun og árið 2021 þegar reglugerð hennar um skylduvistun á sóttkvíarhóteli var úrskurðuð ólögmæt.

„Í stóra samhenginu er eðlilegt að deilt sé um það hvort hvalveiðar séu næg ástæða til að sprengja ríkisstjórn. Sú afstaða samstarfsflokks að hann þurfi ekki að fara að lögum er þó ef til vill ríkari ástæða til að ljúka samstarfi eða í öllu falli að huga vandlega að því hvort að slíkur flokkur hafi of mikið vægi innan samstarfsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi