fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Að flækja líf eða bæta

Eyjan
Föstudaginn 5. janúar 2024 10:27

Jóhann Páll Jóhannsson í ræðustóli á Alþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„The nine most terrifying words in the English language are: I’m from the Government, and I’m here to help.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og forystukona í Sjálfstæðisflokknum gerir þessi orð Ronalds Reagans að sínum í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið. Ráðherra fullyrðir jafnframt að afskipti hins opinbera verði „oftar til þess að flækja“ líf okkar frekar en að bæta það.

Kannski eru það einmitt viðhorf á borð við þessi sem skýra hve litlu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn á að fagna hjá þjóðinni um þessar mundir.

Hjá hinu opinbera starfa um 56 þúsund manns, þar af 70% konur. Meirihlutinn sinnir fjölbreyttum störfum í heilbrigðis- og menntakerfinu, störfum sem hafa löngum verið vanmetin kvennastörf.

Það er ómerkileg pólitík að etja fólki saman eftir því hvort það starfar hjá hinu opinbera eða í einkageiranum og mig grunar að mikill meirihluti almennings á Íslandi sé með allt aðra sýn en ráðherrann á gildi opinberra starfa og opinberrar þjónustu.

Myndi það bæta líf okkar ef ríkið hætti afskiptum af málefnum háskóla, iðnaðar og nýsköpunar?

„Flækir“ það líf okkar þegar hið opinbera tryggir framfærslu fólks vegna atvinnuleysis eða skertrar starfsgetu?

Eru ríki og sveitarfélög að flækja líf fólks með rekstri menntastofnana, þegar lagðir eru vegir og byggðar brýr, þegar heimilum er tryggður aðgangur að heitu vatni og rafmagn er flutt milli landshluta?

Að sjálfsögðu ekki.

Það flækir heldur ekki líf okkar þegar Samkeppniseftirlitið brýtur upp fákeppni og vindur ofan af markaðsmisnotkun og ólögmætu samráði, neytendum til hagsbóta. Eða þegar Fjármálaeftirlitið dregur fjármálafyrirtæki til ábyrgðar vegna ólögmætra viðskiptahátta.

Sterk lögregla – sem gætir öryggis og almannareglu, verndar borgara þegar hætta steðjar að og vinnur gegn skipulagðri glæpastarfsemi – flækir ekki líf okkar heldur bætir það, gerir Ísland að betra samfélagi til að búa í. Sama gildir um ákæruvald og dómstóla.

Almennar stuðningsgreiðslur til barnafjölskyldna, skuldsettra heimila og leigjenda flækja ekki líf okkar heldur bæta það. Þess vegna sameinast stéttarfélög í kröfunni um hærri barnabætur, vaxtabætur og húsnæðisbætur.

Og einhver besta lífskjarabót og mestu almannagæði sem hægt er að hugsa sér felast í sterkri heilbrigðisþjónustu og öruggu aðgengi að henni um allt land.

Opinber afskipti eru ekki plága heldur grundvöllur siðaðs samfélags.

Ríki og sveitarfélög eru órjúfanlegur hlekkur í verðmætasköpun samfélagsins og sjá til þess að markaðshagkerfið eins og við þekkjum það gangi upp.

Ég held að fólkið í landinu finni þetta og viti – og klóri sér jafnvel í kollinum yfir þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn er á.

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller