fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn Víglundsson: Þjóðarsáttin 1990 skapaði ekki stöðugleika á vinnumarkaði – krónan hefur helmingast síðan þá

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 27. janúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krónan hefur tilhneigingu til að rýrna að verðgildi og frá 1990 hefur hún helmingast. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra, segir ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins horfi nú á það samhengi sem er milli launahækkana og verðbólgu. Hann segir hin Norðurlöndin líta á vinnumarkaðslíkan sín sem lykilinn að efnahagslegum stöðugleika til framtíðar. Hér á landi hafi hins vegar aldrei verið stöðugleiki út frá vinnumarkaði, ekki einu sinni eftir þjóðarsáttina 1990. Þorsteinn er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þorsteinn Víglundsson - 2.mp4

„Það er mjög áhugavert og ánægjulegt að sjá að mörgu leyti þennan breytta tón sem hefur verið í þessum viðræðum. Aðilum hefur tekist að ná saman ummeginmarkmiðið, það er að segja að ná niður verðbólgu og vöxtum og að einhverju leyti horfa þá svipaðri augum, ef það mætti orða það þannig, á viðfangsefnið í tengslum við kjarasamninga; að launahækkunum verði að vera stillt með einhverjum hætti í hóf ef okkur á að takast að ná verðbólgunni niður. Mér hefur þótt, sem áhugamanni um þetta, gott að sjá verkalýðsforystuna stíga fram fyrir skjöldu í því og ræða þetta með beinum hætti þarna því eins og við þekkjum frá hinum Norðurlöndunum er samhengi milli launahækkana og verðbólgu og þar af leiðandi vaxta og ef við ætlum að sjá hér lækkandi vaxtaumhverfi þá sé það ekki síður viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins að takast á við,“ segir Þorsteinn.

Hann segist telja að báðir aðilar stilli umræðunni í hóf og Samtök atvinnulífsins hafi jafnvel haldið sig til hlés í opinberri umræðu og einbeitt sér að umræðunni yfir borðið. Slíkt geti verið mjög hentugt.

Hann segist ekki sannfærður um að SA hafi endilega breytt afstöðu sinni gagnvart markmiðinu heldur horft, líkt og verkalýðshreyfingin, á útgangspunktinn; hvernig ná eigi niður verðbólgunni og hvernig hægt sé að máta þær kröfur sem eru uppi á borðum inn í þann efnahagslega veruleika.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Þorsteinn segist hafa ríkan skilning á því að verkalýðsforystan leggi áherslu á kjör hinna lægst launuðu. Það sé eðlilegt út frá jöfnuði og því að staðan nú bitni mest á þessum tekjuhópi.

Hann segir hins vegar að ef kalla eigi þetta þjóðarsátt þurfi fleiri að koma að borðinu, þar á meðal opinberir starfsmenn, og að sátt verði um þá launastefnu sem mótist. Mikilvægt sé í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi vegna ástandsins í Grindavík að gæta þess að vinnumarkaðurinn fari ekki úr böndunum vegna þess að þá getum við lent í ógnvænlegu verðbólguástandi á skömmum tíma.

Hann rifjar upp að eftir Vestmannaeyjagosið ríkti hér óðaverðbólga sem ekki tókst að ná niður fyrr en í þjóðarsáttarsamningunum tæpum tveimur áratugum síðar, 1990.

„Hafandi horft mjög ofan í þessi mál í gegnum tíðina þá höfum við aldrei verið með neinn stöðugleika hér hjá okkur út frá vinnumarkaði eftir þjóðarsátt. Við höfum gjarnan talað um þjóðarsátt sem einhver tímamót og að vissu leyti var hún það, það er að segja við fórum úr því að vera í 20 prósent plús verðbólgu í fimm prósent plús verðbólgu en við náðum aldrei verðbólgumarkmiðunum okkar nema bara yfir skemmri tímabil. Þannig að við höfum búið við viðvarandi hærra vaxtastig og hærri verðbólgu heldur en nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum hafa átt að venjast. Við höfum goldið fyrir það meðal annars með meiri óstöðugleika í gjaldmiðlinum heldur en þau hin sömu lönd hafa notið yfir sömu tímabil,“ segir Þorsteinn.

Hann bendir á að bankakrísa hinna Norðurlandanna átti sér stað á árabilinu 1986-90 og upp úr því fóru þau öll í gegnum mikla endurskoðun á sínum vinnumarkaði „Það litu á vinnumarkaðinn og vinnumarkaðslíkanið sem lykilinn að efnahagslegum stöðugleika fram á veginn og þeim hefur tekist það. Frá 1990 eru hin Norðurlöndin með innan við 2,5 prósent verðbólgu – innan við tvö prósent verðbólgu held ég að sé nær lagi í allan þennan tíma. Þau hafa búið við tiltölulega stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. Smáar myntir eru alltaf óstöðugar að vissu marki. En krónan er ekki bara óstöðug, hún hefur tilhneigingu til að rýrna að verðgildi til lengri tíma litið. Hún getur verið alveg ágætlega stöðug inn á milli en horft yfir lengra tímabil þá – frá 1990 hefur hún helmingast að virði,“ segir Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture