fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Dagur B. Eggertsson: OECD veit meira en við – þurfum að líta á allt suðvesturhornið sem eina heild

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. janúar 2024 15:03

Dagur B. Eggertsson er kátur með fylgi Samfylkingarinnar og meirihlutans í borginni. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki má útiloka neitt þegar kemur að regluverki um skammtímaleigu húsnæðis, segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Hann segir málefni Grindvíkinga vera í forgangi en horfa verði til fleiri hluta en bara framboðs á húsnæði og nefnir vexti, verðbólgu og útlánareglur Seðlabankans sem hafi gjörbreytt fasteignamarkaðnum. Hann vill líka horfa til gagna sem OECD hefur og segir mikilvægt að líta á allt suðvesturhornið sem eina heild. Dagur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Dagur B - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Dagur B - 4.mp4

„Mér sýnist eftirlitið, sem var nokkuð öflugt í fyrstu af hálfu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, hafi ekki verið fjármagnað tryggilega þannig að það hafi gefið eftir og mér finnst alveg klárt að það þurfi að skoða þetta. Að mínu mati á ekki að útiloka neitt í þessum efnum í ljósi atburðanna í Grindavík og þeirrar stöðu sem íbúarnir þar eru í,“ segir Dagur.

Hann segir þó að fleiru að huga en bara skammtímagistingunni. „Hátt vaxtastig og verðbólgan og þessar hömlur á kaup fyrstu kaupenda, sem lánareglur Seðlabankans hafa í raun leitt til, hefur gjörbreytt fasteignamarkaðnum. Fyrir aðeins 18 mánuðum voru 500 eignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en núna eru þær komnar yfir 2.500. Það eru 2.500 eignir til sölu bara á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Dagur og bætir því við að til samanburðar sé heildarfjöldi íbúða í Grindavík um 1.200.

„Þarna er líka kannski einhver staða sem má horfa til, það er hægt að kaupa íbúðir, jafnvel nýjar í tilbúnum verkefnum víða. Þær eru sannarlega til sölu en það hefur verið erfitt fyrir fólk að fá lánshæfismat til þess að geta farið í þau fasteignaviðskipti sem fólk vill fara í og það er bara eðlilegt að núna séu málefni Grindvíkinga í algerum forgangi.“

Svona áður en við snúum okkur að öðru. Þú nefndir þetta með höfuðborgarsvæðið. Þetta er náttúrlega höfuðborgarsvæðið og þó að Reykjavík sé obbinn af því þá eru þetta öll sveitarfélögin – það má fara út á Reykjanestá og það má fara austur fyrir fjall og það má fara upp á Skaga og skilgreina þetta allt í raun og veru sem stórhöfuðborgarsvæðið. Reykjavík er í þeirri stöðu að hún veitir margvíslega þjónustu, félagslega þjónustu og fleira sem manni hefur sýnst skorta nokkuð á í nágrannasveitarfélögunum og að þau séu jafnvel – ég veit ekki hvernig best er að orða það – séu svona hálfgerðir farþegar stundum hjá Reykjavík þegar kemur að þessu. Er þetta ekki vandamál? Þarf ekki einhvern veginn að taka á þessu?

„Jón Gnarr komst náttúrlega upp með að segja hluti sem aðrir stjórnmálamenn gátu ekki, en hann sagði að þetta væri eins og fjarskyldur frændi þinn byggi hjá þér og hann væri alltaf að fara í ísskápinn hjá þér,“ segir Dagur.

„Ég hef aldrei leyft mér að orða hlutina svona en hef þó sagt að, já, þetta er bara rétt hjá þér, við erum að veita, við erum að veita meiri og fyllri velferðarþjónustu sérstaklega, ef við tökum bara heimilislaust fólk þá er það þannig að þeir sem við erum að þjóna þar eru með lögheimili víða og það er ákveðin tilhneiging bara í eftir meðferð vegna áfengis- og fíkniefnameðferð að leiðbeina fólki að flytja sig til borgarinnar vegna þess að þar sé þjónustu helst að fá,“ segir Dagur.

„Ég held að grunnurinn að þessu sé í raun félagsleg húsnæðisstefna, sem við erum með, vegna þess að við gerum ráð fyrir að lífið sé alls konar, sé fjölbreytt, og það sé bara þannig, oftast tímabundið, að fólk þurfi einhvern stuðning og það sé samfélagslegt hlutverk okkar að veita hann. Það gerum við auðvitað með miklu stolti. Hins vegar, ef við ætlum að ná markmiðum okkar í húsnæðismálum og slíku, þá myndi allt ganga tvöfalt hraðar ef allir væru með, allir á sömu blaðsíðu og að róa í sömu átt, þannig að ég hef kallað eftir því að það verði gerður húsnæðissáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem félagslegu byrðunum verði jafnar skipt. Núna er borgin nær eina sveitarfélagið sem hefur gert samning um húsnæðismál til langs tíma við ríkið og það vantar í raun hin púslin í þessa mynd.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Dagur segir að eftir því sem liðið hafi á borgarstjóratíð hans hafi hann farið að hugsa meira um suðvesturhornið sem eina heild. „Ég tók að mér að vera formaður í borgarstjórasamtökum OECD-ríkja þar sem er mjög mikið af framsæknum og flottum borgum og OECD er kannski sú alþjóðastofnun sem á mest af gögnum um borgir og ríki og efnahag, og bara hvaðeina. Mér fannst það dálítið merkilegt að þau skilgreina ekki borgir eftir landamærum sveitarfélaganna heldur hvar fólk býr og vinnur. Þannig nær Reykjavík, í bókum OECD, alveg til Keflavíkur og Sandgerðis og öll gögnin sem þau safna og fjalla um borgarsvæði Reykjavíkur ná um allt suðvesturhornið,“ segir Dagur.

„Mér finnst hugsanlegt að OECD eigi betri gögn heldur en við sjálf um þetta suðvesturhorn. Við söfnum þeim ekki nægilega skipulega, við vitum ekki nákvæmlega hve margir Skagamenn vinna í bænum og keyra á milli eða inn á Grundartanga. Við höfum svona skoðað þetta af og til. Sama með Suðurnesin og Ölfus- og Árborgarsvæðið. Ein af mínum síðustu tillögum á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að leggja til að við myndum gera svona þróunaráætlun, safna gögnum, skoða stöðuna og spá fyrir um þróun til framtíðar til 2050 fyrir allt þetta suðvesturhorn,“ segir Dagur B. Eggertsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
Hide picture