fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Dagur B. Eggertsson: Þegar aðstöðugjaldið hvarf seig fljótt á ógæfuhliðina í fjármálum borgarinnar hjá sjálfstæðismönnum sem misstu svo meirihlutann

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 21. janúar 2024 00:05

Dagur B. Eggertsson er kátur með fylgi Samfylkingarinnar og meirihlutans í borginni. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárhagslega stendur Reykjavík mun sterkar en nágrannasveitarfélögin. Skuldir eru lægra hlutfall tekna Í Reykjavík en hjá bæði nágrannasveitarfélögunum og ríkinu. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, segir atvinnuleysi vera mestu hættuna fyrir sveitarfélög og horft hafi verið til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar sem gæti unnið hratt  niður atvinnuleysi. Hann segir markvisst hafa verið unnið að því að byggja Reykjavík upp sem vörumerki og áfangastað. Hann gefur lítið fyrir endalausan söng sjálfstæðismanna um bága fjárhagsstöðu borgarinnar og segir tölurnar sýna annað. Dagur er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Dagur B - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Dagur B - 3.mp4

„Reksturinn hjá sveitarfélögunum og Reykjavík hefur verið viðvarandi verkefni allan þann tíma sem ég hef staðið þarna í stafni,“ segir Dagur. „Eins og ég nefndi áðan, við erum búin að fara í gegnum tvær kreppur. Við glímdum við afleiðingar hrunsins, það var ekki létt verk en það tókst vel, og við tókumst á við efnahagslegar afleiðingar af Covid. Það sem var sérstakt þar er að á meðan ríkisstjórnir annarra Norðurlanda, og raunar líka í Bandaríkjunum og Evrópu, komu inn með háar fjárhæðir til sveitarfélaga þar, bæði með tekjuaðstoð og líka á útgjaldahliðinni, þá var augunum beint að atvinnulífinu fyrst og fremst hér en ekki sveitarfélögunum. Þau voru hvött til að halda uppi fjárfestingarstigi – safna skuldum – en var í rauninni gert að standa á eigin fótum.“

Dagur segir sveitarfélögin hafa gert nákvæmlega þetta. „Þetta var ekki einfalt en ef þú berð saman kennitölur Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna þá kemur í ljós að við skuldum minna miðað við tekjur og við skuldum raunar líka minna en ríkissjóður miðað við tekjur. Þetta var enn þá meira áberandi eftir hrun vegna þess að það eru sveitarfélög í vexti, eins og Kópavogur var þá, sem eru með mestar skuldir. Svo þegar þau eru að byggja minna upp þá þarf kannski að ráðast í minni fjárfestingar til lengri tíma og svo framvegis, en enn þá er Reykjavík, og hefur verið allan þennan tíma, með lægri skuldir …“

Og þetta er þegar þú ert að bera saman A-hlutann, er það ekki?

„Jú, annars vegar A-hlutann, en reyndar þegar þú tekur B-hlutann líka, sem eru fyrirtækin öll, þá erum við búin að lækka skuldir Reykjavíkur síðan við tókum við um helming. Það er vegna þess að skuldir Orkuveitunnar miðað við tekjur voru svo tröllauknar – bara tapið sem reiknaðist hjá Orkuveitunni 2008 var 80 milljarðar að þávirði þannig að það er sama hvernig litið er á þetta – Reykjavík stendur sterkt.“

Dagur bætir því að að Reykjavík standi líka fyrir miklum fjárfestingum til framtíðar vegna þess að borgin sé að vaxa mjög mikið á meðan sum gömul vaxtarsveitarfélög hafi dregið mjög úr. „Húsnæðisuppbyggingin er núna að mjög stórum hluta í borginni, við erum þar í algerri forystu. En umræðan sem þú vísar til, hún tekur ekki mið af þessu, hún tekur ekki mið af tölunum að mínu mati.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Dagur segir það hafa verið löngu fyrir sína tíð, og raunar strax eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin í borginni að þessi söngur hafi byrjað: „Að Reykjavíkurlistinn kynni ekkert að fara með fé og væri að fjárfesta í einhverri vitleysu eins og leikskólum og eitthvað svona og alger vitleysa, ekki eins og í hina gömlu góðu daga þegar draup smjör af hverju strái.“

En það var nú samt þannig í hina gömlu góðu daga, og ekkert mjög mörgum árum áður en Reykjavíkurlistinn náði hér meirihluta, í kringum 1990 að staðan var ekki beysnari en það hjá Reykjavíkurborg, eða borgarsjóði, að íslenska ríkið þurfti í raun og veru að koma til hjálpar með því að kaupa stórt skuldabréf af borginni til að hún héldi gjaldhæfi.

„Það sem gerist þarna bara nokkrum árum áður var að skattur sem hét aðstöðugjald, sem var veltutengdur skattur á fyrirtæki, sem rann til sveitarfélaga, var felldur niður. Borgin malaði algerlega gull á þessum skatti vegna þess að þá, eins og nú, voru langflest stærstu fyrirtækin staðsett í borginni þannig að það þurfti kannski ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálum borgarinnar á meðan aðstöðugjaldsins naut við. En um leið og það var lagt af seig á ógæfuhliðina og sumir telja að það hafi verið ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn missti svolítið fótanna í borginni. Ég ætla ekkert að fullyrða um það, ég held að það séu mjög margir aðrir þættir sem þar skiptu máli. En það breytir ekki hinu að borgin hefur þurft að aðlaga sig nýjum veruleika. Við höfum meðal annars eflt borgina með því að vaxa á ýmsum sviðum. Ferðaþjónustan er þar á meðal,“ segir Dagur.

„Við horfðum til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar sem gæti verið fljót að vinna niður atvinnuleysi því að atvinnuleysi er sá einstaki áhættuþáttur sem er hvað hættulegastur fyrir sveitarfélög eins og Reykjavík vegna þess að eftir ákveðinn tíma færist fólk bara yfir á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þannig að ég hef alveg frá upphafi haft mjög augun á því að vera í náinni samvinnu við atvinnulífið, efla það og ýta undir fjárfestingu í atvinnulífinu. 98 prósent allra ferðamanna sem koma til Íslands koma til Reykjavíkur. Lykillinn að því að byggja ferðaþjónustuna upp sem grein var að byggja Reykjavík upp sem vörumerki og áfangastað,“ segir Dagur B. Eggertsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Hide picture