fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Bjarni mun skarta orðunni í Washington – heldur dauðvona ríkisstjórn saman

Eyjan
Laugardaginn 20. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að lifandi dauð vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur sé ekki á förum fyrr en á næsta ári. Lögbrot Svandísar munu engu breyta. Fyrir því eru tvær meginástæður.

Í fyrsta lagi er á það bent að frá hruni hafa hvorki meira né minna en sjö ráðherrar úr fjórum flokkum gerst lögbrjótar í embættisfærslum sínum: Svandís og Ögmundur, Vinstri græn, Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, Lilja Alfreðsdóttir, Framsókn, og sjálfstæðismennirnir Hanna Birna, Sigríður Andersen og Bjarni Benediktsson, sjálfur flokksformaðurinn. Brot á jafnréttislögum eru algengust. Einungis Hanna Birna og Sigríður hafa hrökklast úr ríkisstjórnum vegna lögbrotanna.

Orðið á götunni er að staða þeirra sem hafa gerst brotlegir sé fráleitt góð að hneykslast á lögbrotum Svandísar, þótt ítrekuð séu. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum…“

Í annan stað gera hörmungarnar í Grindavík það að verkum að fátt annað mun komast að á vettvangi stjórnmálanna á næstunni en að fást við afleiðingar þeirra.

Því mun athyglin beinast frá misgjörðum Svandísar sem situr sem fastast og glottir framan í þá sem gagnrýnt hafa hana harðlega.

Orðið á götunni er að Bjarni Benediktsson muni verja ríkisstjórnina áföllum. Hann er ekki að hætta sem formaður og mun taka slaginn fyrir flokkinn í næstu kosningum. Á honum verður fyrst fararsnið eftir tvö ár þegar hann tekur við sendiherraembættinu í Washington sem sparivinkona hans, Svanhildur Hólm, heldur volgu fyrir hann þangað til.

Orðið á götunni er að margir hafi sannfærst um þessi áform þegar Bjarni þáði loks stórkross Fálkaorðunnar í síðasta mánuði, heilum sex árum eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra eftir nokkra mánuði í stólnum.

Þeir sem þekkja til í utanríkisþjónustunni vita að sendiherra sem skartar ekki orðu í stórum veislum virðist aumur. Lítur nánast út fyrir að vera fáklæddur – allt að því nakinn!

Orðið á götunni er að þannig ætli Bjarni Benediktsson ekki að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar þegar honum verður boðið í Hvíta húsið í embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hann muni skarta orðunni góðu fyrir Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?