fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Bjarni fær á baukinn fyrir færslu um mótmælendur á Austurvelli – „Mikið er þetta aumleg tilraun til að gefa rasistafylginu á hægri vængnum undir fótinn“

Eyjan
Laugardaginn 20. janúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að færsla Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um mótmælendur á Austurvelli í gærkvöldi hafi skapað mikil viðbrögð. Í færslunni, sem DV fjallaði um, lýsti Bjarni því yfir að „það væri hörmung að sjá tjaldbúðirnar við Austurvöll“ og gagnrýndi Reykjavíkurborg harðlega fyrir að framlengja leyfi mótmælenda fyrir tjaldbúðunum. Þá sagði hann með öllu ótækt að erlendur þjóðfáni, sá palestínski, blakti á þessum heilaga stað svo vikum skipti.

Bjarni hefur fengið yfir sig flóðbylgju neikvæðra athugasemda þó að jákvæð hvatningarorð finnist inn á milli.

„Ég hefði haldið að þú byggir yfir meiri samkennd en þetta“

Fjölmiðlakonan og almannatengillinn Karen Kjartansdóttir var ein þeirra sem taldi að Bjarni væri á villigötum með færslu sinni. „Ég hefði haldið að þú byggir yfir meiri samkennd en þetta. Fánarnir eru ekki settir upp til að móðga einn né neinn heldur til að minna á hryllinginn sem á sér stað í Palestínu og stöðu flóttafólks þaðan. Af svipaðri ástæðu blakta fánar Úkraínu víða um borg,“ skrifaði Karen. Sonur hennar, Askur Hrafn Hannesson, hefur verið helsti talsmaður mótmælanna í fjölmiðlum.

Illugi Jökulsson, sem er ekki mikill aðdáandi stjórnmálamannsins, sagði færsluna skammarlega. „Mikið er þetta aumleg tilraun til að gefa rasistafylginu á hægri vængnum undir fótinn. Eru engin skárri ráð til að reyna að halda að halda í fylgið? Skammarlegt,“ skrifaði fjölmiðlamaðurinn.

„Það er ekki verið að biðja um of mikið“

Eins og við mátti búast tók baráttukonan Sema Erla Serdaroglu færslunni óstinnt upp.

„Það eina sem er dapurlegt hér er ógeðfelldur og rasískur málflutningur þinn og algjört sinnuleysi þitt gagnvart málum sem þú, sem utanríkisráðherra, berð ábyrgð á. Það er vissulega hörmulegt að fólk þurfi að sofa úti vikum saman, meðal annars í gulri viðvörun, í baráttu sinni fyrir því að koma fjölskyldum sínum undan þjóðernishreinsunum vegna aðgerðaleysis þíns, flokks þíns og ríkisstjórnar þinnar. Ég hvet þig til þess að stíga niður af þessum hrokafulla forréttindahesti sem þú situr á, fara á Austurvöll og tala við fólkið sem hefur vikum saman óskað eftir áheyrn þinni án árangurs, og kannski vinna vinnuna þína, jafnvel grípa til aðgerða til þess að koma dvalarleyfishöfum út af Gaza, og já, jafnvel beita þér gegn þjóðarmorði! Það er ekki verið að biðja um of mikið, þetta er ekki flókið,“ skrifaði Sema Erla.

Fiskikóngurinn fékk það óþvegið

Gagnrýnin á Bjarna snýst ekki síst að því að hann sé með færslu sinni að ala á sundrung og etja mismunandi hópum saman. Það raungerist svo sannarlega í þræðinum undir færslunni þar sem þung orð eru víða látin falla.

Einn af þeim sem fagnar færslunni og skilaboðum hennar er Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn. Athafnamaðurinn fékk í kjölfar athugasemdar sinnar yfir sig fjölmörg skilaboð þar sem því var heitið að viðskiptum við hann á  fisk og heitum pottum yrði hér með slitið. Á móti hétu því aðrir að auka viðskiptin og kaupa mögulega annan heitan pott í garðinn!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags