fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Þorsteinn Pálsson: VG með tromp á hendi og trúverðugleiki sjálfstæðismanna veikist

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VG er í lykilaðstöðu vegna komandi kjarasamninga og sjálfstæðismenn eru hugmyndafræðilega komnir út í horn, auk þess sem ekki er sjáanlegur stuðningur innan ríkisstjórnarinnar við mótvægisaðgerðir ríkisins til að draga úr verðbólgu.

Fátt bendir til þess að aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði leiði til lægri verðbólgu hér á landi. Hitt er líklegra að aðgerðir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga verði olía á verðbólgubálið.

Þorsteinn Pálsson bendir á það af kögunarhóli á Eyjunni að í tvennum síðustu kjarasamningum hafi aðkoma ríkisins að kjarasamningum byggst á stefnu Sjálfstæðisflokksins og falist í verulegum skattalækkunum. Nú stefni hins vegar í að stefna og hugmyndafræði Vinstri grænna verði fyrir valinu og aðkoma ríkisins muni felast í stórauknum ríkisútgjöldum.

Þorsteinn segir einu gilda hvort ríkið stuðli að kjarasamningum með skattalækkunar- eða útgjaldapakka – hvort tveggja stuðlar að aukinni verðbólgu, líkt og innistæðulausar launahækkanir, sé ekki gripið til aðhaldsaðgerða á móti, annað hvort niðurskurði annarra útgjalda eða nýrrar tekjuöflunar.

Hann segir verðbólgu munu lækka á þessu ári, aðallega vegna gífurlega hárra vaxta Seðlabankans og minni dýrtíðar í viðskiptalöndunum.

Aðilar vinnumarkaðarins boði svo vaxtalækkun í kjölfar kjarasamninga en forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segi þjóðhagslíkan hans benda til þess að vextir ættu að hækka um tvö prósentustig þrátt fyrir þá krónutöluhækkun launa, sem rætt sé um.

Vextir Seðlabankans hafa verið þrefalt hærri en í helstu grannlöndunum. Samt mun verðbólga ekki lækka meir en svo að hún verður áfram tvöfalt hærri en þar og langt yfir verðbólgumarkmiðinu. Vextirnir verða að sama skapi hærri, þótt þeir lækki eitthvað.

Ríkisstjórnin vill ekki ræða þennan kerfislega vanda. Stjórnarandstöðuflokkarnir gera það heldur ekki, nema Viðreisn. Þó snýst málið um samkeppnishæfni landsins,“ skrifar Þorsteinn.

Hann bendir á að í tvennum síðustu kjarasamningum hefur ríkisstjórnin metið aðstæður svo að þjóðarbúið þyldi meiri hækkun ráðstöfunartekna en vinnumarkaðurinn taldi raunhæft að semja um.

Þetta hefur að stærstum hluta verið gert með umtalsverðum skattalækkunum. Þær hafa síðan aukið hallarekstur ríkissjóðs og þannig átt sinn þátt í hárri verðbólgu.

Ríkisstjórnin metur aðstæður með sama hætti nú. En að þessu sinni ætlar hún, að ósk aðila vinnumarkaðarins, að auka ráðstöfunartekjur með því að stórauka ríkisútgjöld. Einkum mun vera horft til vaxtabóta, barnabóta og framlaga til húsnæðismála.“

Þorsteinn segir einu leiðina til þess að beita ríkissjóði til að lækka verðbólgu vera að minnka hallann. „Samt hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki gert upp við sig hvort auka eigi hallann og ýta undir verðbólgu eða halda honum óbreyttum og viðhalda hlutleysi gagnvart dýrtíðaráhrifunum.

Enginn þeirra talar um ríkisfjármálaráðstafanir til þess að lækka verðbólgu. Þær hvíla áfram á Seðlabankanum, vinnumarkaðnum og viðskiptalöndunum.“

Þorsteinn segir þingmenn sjálfstæðismanna undirbúa kosningar með skipulegum málflutningi um nauðsyn þess að draga úr ríkisumsvifum. Þetta stangist hins vegar á þau áform ríkisstjórnarinnar um að fylgja stefnu VG varðandi ráðstafanir í tengslum við kjarasamninga, sem snúi að því að auka ríkisútgjöld til velferðarmála.

Þorsteinn færir rök fyrir því að hér kunni að vera tækifæri fyrir VG að snúa málefnum stjórnarsamstarfsins sér í hag fyrir kosningar á næsta ári en bendir á að hugmyndafræðilegur trúverðugleiki samstarfsflokkanna veikist að sama skapi.

Hægt er að lesa Af kögunarhóli í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“

„Ég held að landsmenn verði miður sín að hafa ekki Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?

Orðið á götunni: Ríkisstjórn rísandi sólar?