fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Gengur ekki að lengja bara í Covid-lánum veitingageirans, segir framkvæmdastjóri SVEIT – vonast eftir sterkari aðgerðum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. janúar 2024 16:30

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afborganir af stuðningslánum, sem fyrirtæki á veitingamarkaði fengu vegna Covid 19, eru þungur baggi á mörgum þeirra. Veitingamenn fengu ekki styrki til að loka eins og sum fyrirtæki í ferðaþjónustu heldur stóðu þeim einungis lán til boða. Nú hafa vextir margfaldast á þessum lánum. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), segir mikilvægt að grípa til sterkari aðgerða en einungis að lengja í þessum lánum. Brýn þörf sé á að rekstrarumhverfið endurspegli þá öru þróun sem orðið hefur á íslenskum veitingamarkaði. Aðalgeir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 4.mp4

Samtökin eru ung en greinin er líka ung ef við horfum heilt yfir,“ segir Aðalgeir. „Við erum ekki svo mörg og við þurfum að gera betur, ekki alltaf gera eins og aðrir, við getum farið okkar eigin leiðir. Greinin er ung og vantar kannski ramma alveg eins og utanumhaldið í kringum hana. Við getum gert töluvert betur en við getum ekki gert það ein. Umhverfið er brotið á ansi mörgum stöðum.

Þú nefnir það að þetta er ung grein. Ég er nú eldri en þú en menn þurfa ekkert að vera svo óskaplega gamlir til að muna eftir því að það voru bara örfá veitingahús í bænum, bara á höfuðborgarsvæðinu. ég man eftir því að það var á einum stað eða tveimur hægt að fá mat afgreiddan eftir ball, kannski niðri á BSÍ og svo í Smiðjukaffi í Kópavogi – þar var hægt að fá einhvern hamborgara. Þetta er náttúrlega gjörbreytt staða í dag, það eru veitingahús á hverju einasta horni.

Já, og umhverfið hefur kannski ekki fylgt þessari þróun heldur, eins og við höfum verið að benda á. Það er alveg rétt að það er einhver aldursmunur á okkur en þegar ég byrjaði að vinna í hótel- og veitingageiranum fyrir fimmtán árum þá var ég næturvörður á hóteli og maður fékk blað með opnum veitingastöðum í Reykjavík. Það var svona kannski hálft A-4 blað þannig að þetta hefur alveg stökkbreyst Auðvitað þarf rekstrarumhverfið okkar að taka mið af því. Þetta er líka bara eitthvað sem markaðurinn vill – viðskiptavinir okkar vilja þetta – og auðvitað þurfum við að sveigjast og beygjast með því, við getum ekki bara staðið í sömu sporunum,“ segir Aðalgeir.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Er svo ekki eitthvað um veitingastaði hér sem almenningur á Íslandi verður lítið var við, það er náttúrlega mikill fjöldi hótela og þau eru meira og minna öll með veitingastaði sem þá þjóna fyrst og fremst gestum hótelanna?

Auðvitað er það misjafnt og flóran okkar er algerlega frábær og við megum vera stolt af henni – bæði framboðinu af mismunandi veitingastöðum, kokkalandsliðinu okkar, fagmönnum sem eru í greininni okkar -þetta er alveg til fyrirmyndar og, eins og ég segi, við þurfum að kalla eftir þeirri virðingu sem okkur finnst við eiga skilið.“

Þú nefndir áðan að það væri neyðarástand í þessari grein. Neyðarástand – ég skil það svo að það geti brugðið til beggja svona, að það séu mjög ótraustar rekstrarforsendur hjá stórum hluta fyrirtækja í greininni sem þýðir að þau geta þá týnt tölunni.

Já, algerlega. Við höfum séð það á tölum frá Hagstofunni að það er fleiri gjaldþrot árið 2023 en árin 2020 og 2021, sem eru Covid-árin. Við fengum bara lán sem við þurfum að borga til baka,“ segir Aðalgeir. „Það voru kannski aðrir aðilar í ferðaþjónustunni sem fengu að loka – sem fengu þessa styrki – en við fengum bara lán, og til að bæta gráu ofan á svart þá bera þau núna alla þessa vexti. Þetta voru ríkislán sem áttu að vera á nánast engum vöxtum en síðan hækka vextirnir og hafa mest farið upp í 10-11 prósent.“

Hann tekur dæmi um veitingastaði sem fengu slík lán og eru nú að greiða um milljón á mánuði í greiðslur til ríkisins út af því.

Þarf að endurskoða þetta? Þarf að líta yfir þetta svið og beita kannski pennanum – pennastrikinu?

Ég held það,“ segir Aðalgeir. „Við höfum rætt þetta við fjármálaráðuneytið og nefnd sem var að fara yfir þessi lán og hvernig þau voru veitt og hvernig gekk að borga af. Það er samtal í gangi en við viljum sjá harðari aðgerðir – ekki bara að það sé lengt í lánunum heldur þarf að meta áhrif þessara lána aðeins betur því að þetta er að halda mönnum niðri – þetta er mjög íþyngjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Hide picture