fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Framkvæmdastjóri SVEIT: SA hafa ekki passað upp á hagsmuni veitingamanna í kjarasamningum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 13. janúar 2024 08:00

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamönnum finnst Samtök atvinnulífsins hafa brugðist þegar kemur að því að gæta hagsmuna þeirra í kjarasamningum. Allt of stór hluti launagreiðslna renni til reynslulítils íhlaupafólks og ekki nóg til lykilstarfsmanna sem séu í fullri vinnu og hugi á framtíðarstarf. Þetta stendur í vegi fyrir því að hægt sé að búa til langtíma starfssamband við lykilstarfsfólk að sögn Aðalgeirs Ásvaldssonar, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Aðalgeir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Aðalgeir Ásvaldsson - 2.mp4

Launakostnaðurinn, eins og ég sagði áðan, er stærsti útgjaldaliður allra fyrirtækja í greininni, ætla ég að fullyrða. Við viljum, svo ég undirstriki það, alls ekki lækka launin. Við viljum frekar borga þeim sem eru í fullri vinnu, og eru í þessu sem framtíðarstarfi, við viljum borga þeim meira en halda aðeins í við gagnvart þeim sem eru með litla reynslu, stoppa stutt við og skilja kannski lítið eftir sig,“ segir Aðalgeir.

Þú meinar að þeir sem koma inn í hlutastarfi og taka kvöld og helgarvaktir, að þeir fleyti rjómann …

Já, þeir eru svolítið að taka rjómann af launagreiðslunum. Gott og vel, ég gerði það sjálfur þegar ég var í menntaskóla og háskóla og allt þetta og við viljum alls ekki slíta þann streng. Þetta er mikilvægt fólk fyrir okkur en þetta er dálítið að stoppa það að við getum búið til langtíma starfssamband við aðra lykilstarfsmenn,“ segir Aðalgeir.

Þannig að svona íhlaupafólk, sem tekur þessar dýru vaktir, það getur þá verið á hærri launum en t.d. kokkur sem er í fullu starfi í dagvinnu?

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Já, í raun og veru. Við höfum svo sem séð það að ef þú ert að vinna bara hefðbundna vaktavinnu, helst á kvöldin og um helgar, þá ertu að fá betri laun en margur háskólamenntaður maðurinn. Ekki að það sé ekki í lagi, það er bara gott að fólk sé duglegt og vinni mikið, en við sjáum þetta sem svolitla hindrun. Við verðum að hjálpast að við að laga þetta til þess að búa til fleiri störf og stöðugri markað,“ segir Aðalgeir.

Nú þarf ekkert að deila um það að kostnaður neytandans við að fara á veitingahús á Íslandi er mjög hár í alþjóðlegum samanburði. einhvern veginn verður náttúrlega að borga þennan kostnað sem til fellur – það er enginn sem borgar það nema viðskiptavinurinn þegar upp er staðið. Hvernig stendur á því að þetta launaumhverfi er svona? Samtökin eru tveggja og hálfs árs gömul. Hafa veitingamenn verið tvístraður hópur sem ekki hefur gætt hagsmuna sinna? Hverjir hafa gætt hagsmuna veitingamanna í kjarasamningum?

Samtök atvinnulífsins hafa samið um þessa kjarasamninga bæði við Matvís, sem er okkar fagfélag, og Eflingu og Starfsgreinasambandið. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar er veitinganefnd. Hún hefur verið að fá smá meiri athygli núna en hún hefur verið svolítið úti í horni. Og það hefur verið tilfinning minna félagsmanna að þessir samningsaðilar, þá Samtök atvinnulífsins, hafi heldur betur brugðist þegar kemur að því að passa hagsmuni greinarinnar,“ segir Aðalgeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Hide picture