fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Ríkisstjórn bregst vinnandi fólki

Eyjan
Mánudaginn 30. september 2024 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haft er eftir dómsmálaráðherra í fréttum RÚV að ekki sé hægt að bregðast við misneytingu og vinnumansali á íslenskum vinnumarkaði „nema atvinnurekendur láti líka í sér heyra“ og „sendi skýr skilaboð“.

Ég held að langflestir atvinnurekendur á Íslandi hafi andstyggð á vinnumansali og misnotkun á launafólki og líti á heilbrigðan vinnumarkað sem hagsmunamál fyrir sig og sinn fyrirtækjarekstur. Hagsmunasamtök atvinnurekenda hafa kallað eftir aðgerðum gegn vinnumansali og stóðu, ásamt Alþýðusambandi Íslands, að vel heppnuðu málþingi um það í síðustu viku.

Það er full ástæða til að hvetja atvinnurekendur til að taka ábyrgð á virðiskeðjunni í rekstri sínum og vera á varðbergi gagnvart mansali, misneytingu og hvers kyns brotastarfsemi. En það er líka kominn tími til að ráðherrar og ríkisstjórn Íslands líti í eigin barm, viðurkenni ábyrgð sína og grípi til afgerandi aðgerða.

Stærsta hindrunin í vegi þess að tekið sé markvisst á vinnumansali er sinnuleysi og skortur á frumkvæði af hálfu stjórnvalda. Á undanförnum árum hefur lítið verið gert í þessum málaflokki sem hönd er á festandi og vísbendingar um að vandinn hafi aukist frekar en hitt.

Vinnustaðaeftirlit er að miklu leyti á hendi stéttarfélaga samkvæmt lögum frá árinu 2010 sem Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn einn flokka. En það er ekki síst framkvæmdin og það sem tekur við þegar alvarleg mál koma upp sem hefur misfarist. Núverandi ríkisstjórn hirðir ekki um að tryggja lykilstofnunum bolmagn til að taka á þessum brotum. Það segir sína sögu að hjá stærsta lögregluembætti landsins eru aðeins þrír starfsmenn sem rannsaka vinnumansal og tengd brot.

Samfylkingin lítur á það sem skyldu næstu ríkisstjórnar að taka fast á félagslegum undirboðum og tryggja íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði. Í útspili okkar, Kröfu um árangur í atvinnu- og samgöngumálum leggjum við áherslu á að herða á eftirliti með starfsmannaleigum, setja reglur um keðjuábyrgð í öllum stærri verklegum framkvæmdum, bæta upplýsingagjöf um réttindi og skyldur launafólks, styrkja heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals og annarrar misnotkunar á vinnuafli.

Næsta ríkisstjórn verður að vera skipuð fólki og flokkum sem skilja samhengið milli kraftmikillar verðmætasköpunar, heilbrigðs vinnumarkaðar og sterks velferðarkerfis. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að uppræta óværuna sem vinnumansal er.

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?