fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Eyjan
Laugardaginn 28. september 2024 13:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú var tíðin að vinstri flokkarnir á Íslandi klofnuðu oftar en þeir voru stofnaðir – og óvinafagnaðurinn sem ríkti þeim megin í pólitíkinni var sérstakt aðhlátursefni manna á meðal, ekki síst á meðal íhaldskarla á landinu sem áttu því láni að fagna að vera innan raða eins og sama flokksins sem hvorki mölur né ryð virtust geta unnið á.

Sjálfstæðisflokkurinn átti sitt fylgi. Hann gekk að því vísu, allt að sextíu prósenta stuðningi í borginni og naut einatt um fjörutíu prósenta hylli á landsvísu, svo einhver var nú tiltrúin og orðstírinn. Ástæðan var einkum og sér í lagi sú breiða ásýnd sem flokkurinn hafði lengi vel. Það gátu jafnt forstjórar og verkamenn samsamað sig flokknum, fyrir nú utan svo marga aðra sem kváðust kjósa hann af því að þeir hefðu hvorki áhuga né vit á stjórnmálum. En með því að kjósa þann eina og sama flokkinn væri almenningur alltént ekki að kasta atkvæði sínu á glæ. Það var tónninn svo víða. Og lengi vel.

Í öllu falli, hægrimenn stóðu saman og trúðu á vestræn gildi, einstaklingsfrelsi, lægri skatta og vildu báknið burt, þótt flokksvaldið hefði, undir niðri, engan raunverulegan áhuga á einkaframtaki og frjálsri samkeppni eins og dæmin og sagan sannar, því hvoru tveggja ógnaði útvöldum auðmönnum flokksins.

Nú eru hlutirnir að snúast við. Festan í íslenskum stjórnmálum er að færast yfir miðjuna með varanlegri fylgisaukningu Samfylkingarinnar sem sogar til sín meginfylgið á vinstri vængnum og af miðjunni, en á sama tíma blasir ólátagarðurinn við á hægra sviði stjórnmálanna. Þar rís nú hver sáttarhöndin upp á móti annarri, vinstrimönnum væntanlega til langþráðrar ánægju og gleði.

Trúverðugleikinn í íslenskum stjórnmálum hefur umpólast.

Gamli búttaði og sjálfsöruggi Sjálfstæðisflokkurinn heillar ekki lengur breiðfylkingu kjósenda. Hann hefur tapað erindi sínu að mati margra sem vilja jafnframt meina að hann svari hvorki kalli þess frjálslyndis né íhalds sem hann gat einu sinni sameinað í einni og sömu stefnuskránni.

„Hægrið hefur hvorki heimili né varnarþing. Og leggur svo að segja hvert á land á flótta.“

Frjálslyndið er farið í Viðreisn og að einhverju leyti líka í Samfylkinguna og íhaldið gerir hosur sínar grænar fyrir Miðflokknum sem aldrei fyrr. Og til þess að skemmta skrattanum enn frekar segja varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins ýmist af sér þessi dægrin eða boða stofnun nýs og kræfari hægriflokks. Alltént má ekki annað ráða af orðum Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi forsetaframbjóðanda sem segist vera orðinn langþreyttur á öllum þeim sósíaldemókratísku framsóknarflokkum sem eiga sæti á Alþingi, en fyrir vikið hafi almenningur tapað trúnni á pólitísku starfi í landinu. Allir flokkar sé eins – og í tilviki hægrimanna vanti einfaldlega borgaralega klassískan íhaldsflokk sem hafi raunverulegan áhuga á að lækka skatta, draga úr ríkisrekstri og minnka útgjöld til innflytjendamála.

Og hér talar auðvitað eindreginn hægrimaður sem er hundfúll yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vikið sér undan sögulega hlutverki sínu og sé bara orðinn eins og hver annar Evrópuflokkur sem stefni að því að auka áhrif ESB með herðingu á EES-samningnum.

Akkúrat þessi er tónninn. Hægrið hefur hvorki heimili né varnarþing. Og leggur svo að segja hvert á land á flótta. Enn ein birtingarmynd þessa er að innan raða feyskna flokksins eru liðsmenn farnir að haga sér með allt öðrum hætti en áður. Þeir þétta ekki lengur raðirnar eins og var aðall gamla Sjálfstæðisflokksins – og aðrir öfunduðu hann út af – heldur hlaupa þeir nú hver af öðrum út undan sér. Fyrir vikið getur að líka margklofinn borgarstjórnarflokk og þingflokkinn sömuleiðis.

Er því svo komið að fyrrum prúðasti flokkur landsins virðist ekki lengur á vetur setjandi. Hann er farinn að haga sér eins og gamla villta vinstrið.

„Hægrið hefur hvorki heimili né varnarþing. Og leggur svo að segja hvert á land á flótta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin