fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: 23. september 1241

Eyjan
Laugardaginn 28. september 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum fór ég með aldurhniginn sænskan sagnfræðiprófessor að Reykholti. Þegar hann virti fyrir sér fjallasýnina báru tilfinningar hann ofurliði. „Þetta er landslagið sem Snorri sá þegar hann kom út á morgnana,“ sagði hann milli ekkasoganna. Snorri Sturluson, frændi minn, hefur ávallt verið mikils metinn í útlöndum. Á miðöldum var hann kallaður Heródótus eða Hómer norðursins eða konungur sagnaritaranna. Snorri hafði mikinn fjölda lærdómsmanna í þjónustu sinni sem skráðu sögur en sjálfur var hann framkvæmdastjóri, útgáfustjóri og útlitshönnuður.

Þann 23. september sl. voru 783 ár liðin frá drápi Snorra Sturlusonar í Reykholti. Atburðarásin var sérlega dramatísk. Siðblindinginn Gissur Þorvaldsson, fyrrum tengdasonur skáldsins, kom með flokk undirmálsmanna úr Árnessýslu. Kaldhæðni örlaganna réði því að norskur klækjakóngur skipulagði morðið en skáldið hafði með Heimskringlu sinni reist þessu norska kóngahyski óbrotgjarnan minnisvarða. Snorri áttaði sig strax á því að Gissur hafði illt í hyggju. Hann flúði niður í kjallara en var drepinn af fullkomnu miskunnarleysi af nokkrum smákrimmum af Selfosssvæðinu. Morðið á Snorra Sturlusyni er einhver ljótasti atburður Sturlungu og mikið menningarslys. Norðmenn hafa hvorki beðist afsökunar á þessum glæp né boðið okkur aðstandendum Snorra sanngirnisbætur.

Íslendingar hafa reyndar ekki haft Snorra í miklum hávegum. Hann var sagður hallur undir Noregskonunga og ógnun við fullveldið sem er kjaftæði. Sá öfundsjúki bragðarefur Sturla Þórðarson gerir lítið úr Snorra frænda sín um í Sturlungu. Hjá venjulegum þjóðum væru styttur af Snorra í hverju þorpi og mynd af honum á tíuþúsundkallinum. Orðspor Snorra blandaðist inn í sjálfstæðisbaráttuna um aldamótin 1900 og Hannes Hafstein orti níðbrag um samskipti Snorra við norsku hirðina. Einhverjum þótti það kvæði of einhliða og bætti við þessari vísu:

Meðan girnast hestar hryssur
og heimskum verða á skyssur.
Má skrattinn skeina Gissur
sem skáldmæringinn drap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin