fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu

Eyjan
Laugardaginn 28. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn eru í þeirri stöðu að þau geta í raun hvorki samþykkt né fellt þá tillögu sem kemur fram á flokksráðsfundi um næstu helgi um að slíta stjórnarsamstarfinu. Ef þeir samþykkja eru verið að taka völdin af Svandísi Svavarsdóttur, verðandi formanni, og ef þeir fella eru þeir að lýsa yfir ánægju með stjórnarsamstarfið. Bergþór Ólason segir ljóst að Vinstri græn muni reiða sverðið til höggs gegn Sjálfstæðisflokknum á degi hverjum fram til kosninga og á von á að VG fari úr ríkisstjórninni fyrir kosningar. Bergþór er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Bergþór Ólafsson - Stjórnarsamstarfið.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Bergþór Ólafsson - Stjórnarsamstarfið.mp4

„Ég hef nú verið þeirrar skoðunar að það sé einhvers slags pólitískur ómöguleiki í því fólginn fyrir Svandísi að vera fagráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar í kosningabaráttu, þannig að mér finnst nú möguleikinn á því að upp úr flosni áður en til vorkosninganna kemur, hann er drjúgur, og þá er spurning hvort einhver verði fenginn til að verja minnihlutastjórn fram að kosningum, eða hvernig sú útfærsla verður,“ segir Bergþór.

Finnst þér það líklegt, að einhver fáist til að verja minnihlutastjórn?

„Mér finnst það mjög ólíklegt, og það yrði þá um mjög afmörkuð mál og þetta verður ólíklegra eftir því sem vikurnar líða. Það hafa verið ótal tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn til dæmis að svona láta þetta klárast og fá einhvern annan inn en svo bara lokast sá gluggi eftir því sem nær dregur síðasta mögulega kjördegi.“

Já, það er enginn að fara að hoppa um borð í þessa hrikalega óvinsælu ríkisstjórn og eiginlega taka á sig glæpinn!

„Ég held að öll pólitíska áhættan yrði hjá björgunaraðilanum í því samhengi, þannig að það held ég að sé ekki raunhæft. Það er svona líklegra að einhver taki þann bolta að verja stjórn bara upp á að koma í gegn fjárlögum.“

Áttu von á því, jafnvel, að Vinstri grænir taki stökkið út, bara núna fyrir jól?

„Flokksráðsfundurinn er bara fyrstu helgina í október, ef ég man rétt, eftir rúma viku. Þessi ályktun sem þar liggur fyrir, um stjórnarslit. Þau eru auðvitað í þeirri stöðu að geta hvorki samþykkt hana né fellt hana. Ef þeir samþykkja hana eru þeir búnir að taka völdin af Svandísi og stjórnin er búin, það er engin leið fram hjá því og ef þeir hafna þá eru þeir að segja: Ja, okkur líður nú alveg ágætlega í þessu samstarfi þannig að það verður farin einhver málamiðlunarleið.“

Það kemur breytingartillaga frá Svandísi …

„Jú, jú, eða einhverjum henni tengdum. Í öllu falli þá verður auðvitað sverðið reitt til höggs gagnvart Sjálfstæðisflokknum hvern einasta dag.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“
Hide picture