fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Eyjan

Sárnar fréttaflutningur um sinn meinta hlut í hallarbyltingu innan Pírata – „Ég finn mig knúna til að árétta nokkur atriði“

Eyjan
Föstudaginn 27. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir hafa borist undanfarna viku um meintar deilur innan raða Pírata eftir að ný framkvæmdastjórn tók við eftir landsþing sem haldið var í byrjun mánaðar. Halldór Auðar Svansson var kjörinn sem nýr formaður framkvæmdastjórnar og tók við af Atla Stefáni Yngvasyni. Þegar ljóst var að Halldór Auðar tæki við barst tillaga um að stjórnarmönnum yrði fjölgað úr þremur í fimm. Tillagan um fjölgun er eignuð borgarfulltrúanum Dóru Björt Guðjónsdóttur, en sagan segir að með því eigi að styrkja stöðu þingflokksformannsins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, og að myndast hafi hópur innan Pírata sem sé ekki sáttur með nýja formennsku.

Atli Þór Fanndal, fyrrum samskiptastjóri flokksins, sagði í samtali við mbl.is að hópur innan Pírata hafi ekki viljað sætta sig við niðurstöður kosninga á landsfundi, þrátt fyrir lýðræðislegar aðferðir. Sagan segir að Atli Þór hafi staðið fyrir hallarbyltingu og verið rekinn fyrir vikið.

Dóra Björt hefur nú tjáð sig um málið í færslu á Facebook þar sem hún segist ekki hafa tekið neina afstöðu. Hún sé þvert á móti ánægð að svo margir hafi áhuga á að leggja sitt af mörkum fyrir flokkinn. Henni sárnar þó að í fréttum sé máluð upp sú mynd að hún sé að stilla sér upp gegn nýrri stjórn.

„Ég finn mig knúna til að árétta nokkur atriði varðandi umfjöllun liðinna daga um styr þann er hefur verið innan minna ástkæru Pírata.

Mín aðkoma að þessu máli hefur einskorðast við að leggja mitt af mörkum til að stuðla að uppbyggilegu samtali á milli deiluaðila.

Á engum tímapunkti tók ég neina afstöðu nema þá þegar kemur að því hversu ánægð ég er og var með að hafa svo margt flott fólk í framboði sem vill leggja sitt af mörkum fyrir Pírata.

Ég ákvað að fallast á að taka þetta að mér þegar ég var beðin um það því mér þykir vænt um það fallega afl sem Píratar eru og ég vildi vernda okkar mikilvæga erindi í samfélaginu svo það myndi ekki líða vegna þessa deilumáls. Sömuleiðis hafði ég áhyggjur af því að vegna málsins myndi nýja fólkið í stjórninni ekki upplifa sig velkomið og þess vegna fannst mér mikilvægt að koma á uppbyggilegum tóni í umræðuna.

Nú get ég ekki betur skilið en verið sé að gefa í skyn að ég hafi tekið þátt í að beita mér gegn þessum sama hópi og það er óskiljanlegt í ljósi míns ásetnings og þess sem raunverulega átti sér stað. Þetta vita þau sem viðstödd voru.

Mér sárnar að hafa verið gerð upp afstaða í málinu sem ég hef í engu orðað eða haft. Mér sárnar að vera gert upp að vera hluti af einhverjum armi eða hlið í þessu máli eða flokknum yfirleitt og það byggir í engu á staðreyndum eða neinu sem ég hef komið að.

Ég átta mig ekki alveg á hvað verið er að meina með þessari hugmynd um mismunandi arma enda hefur fólk úr öllum áttum innan Pírata haft um þetta mál skiptar skoðanir. Heill grasrótarfundur var reyndar á því að farsælt væri ef aðilar gætu unnið saman og þar voru leiðir ræddar í því samhengi og það var rætt töluvert áður en ég svo mikið sem tók til máls á fundinum. Hvers vegna mér er sérstaklega eignuð einhver tillaga að þessu skil ég ekki.

Þessi fréttaflutningur endurspeglar ekki stöðu Pírata eða stemninguna. Við stöndum saman og erum sterk saman. Eftir þennan aðalfund erum við vel mönnuð og tilbúin í bátana og ætlum að fara í ríkisstjórn. Þá fyrst byrjar Píratabyltingin fyrir alvöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump

Forseti Úkraínu bregst við sigri Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“

Donald Trump lýsir yfir sigri og hrósar Elon Musk sérstaklega – „Hann er frábær náungi“